Bráð ehf. sem á og rekur Veiðihornið er á meðal 2,8% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er fyrirmyndarfyrtæki í rekstri árið 2024.
Bráð hefur hlotið viðurkenninguna frá því að hún var fyrst veitt árið 2017.
Til þess að komast á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar þurfa fyrirtæki að hafa skilað ársreikningi og uppfylla ýmis skilyrði. Tekjur þurfa að hafa verið umfram 40 milljónir króna á rekstraránum 2022 og 2023, eignir yfir 80 milljónum og afkoman þarf að hafa verið jákvæð. Þá þarf eiginfjárhlutfall að hafa verið yfir 20%. Auk þessa er tekið tillit til rekstrarársins 2021 og annarra þátta sem metnir eru af Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Veiðihornið þakkar öflugu starfsfólki og tryggum viðskiptavinum þennan ánægjulega árangur.