Afhending er hafin á byssuskápunum frá Infac í Veiðihorninu til þeirra sem hafa keypt skáp nú þegar. Örfáir þriggja byssuskápar eru enn til en hægt er að kaupa þá í vefverslun Veiðihornsins.
Forsala er hafin fyrir næstu sendingu af byssuskápum sem eru væntanlegir til landsins í janúar.
Um er að ræða skápa fyrir 3, 5, 6 og 8 byssur. Allir skápar standast kröfur yfirvalda um öryggisskápa.
Efnisþykktin er 2mm. Lamir eru innfelldar og kólfar ganga úr hurð í karm.
Stærri skáparnir eru með læsanlegu innra hólfi en 3ja byssu skápurinn án. Lykillæsing er á öllum skápum.
Mikill skortur hefur verið á byssuskápum á landinu síðustu vikurnar svo nú er tækifærið til að tryggja sér skáp úr næstu sendingu.