Ally´s Shrimp
650 kr.
Ally´s Shrimp
Hönnuður: Alastair Gowans
Það er svo magnað að þegar sumri hallar og haustið nálgast verða flugur í gulum og appelsínugulum litum svo sterkar. Rækjan hans Alla, Ally´s Shrimp er ein þeirra, dæmigerð haustfluga.
Í „gamla daga“ var Ally´s Shrimp gjarnan hnýtt á stóra króka, jafnvel í stærðum 4 og 6 en í dag veiðir flugan yfirleitt best hnýtt á smáa króka og dregin löturhægt eða þá bara á dauðareki.
Ally´s Shrimp finnur þú á flugubar Veiðihornsins og í veiðibúð allra landsmanna á netinu. Allar netpantanir eru sendar með póstinum samdægurs eða næsta virka dag.
Fyrir veiðikonur og veiðimenn sem hnýta vilja sínar eigin veiðiflugur er uppskriftin hér:
Ally´s Shrimp
Krókur – Ahrex HR424 Classic Low Water
Tvinni – Rauður UNI 8/0
Stél – Appelsínugullituð hjartarhalahár ásamt nokkrum þráðum af Crystalflash.
Vöf – Ávalt UNI gulltinsel.
Búkur – 1/2 rautt UNI floss að aftan og 1/2 svart UNI floss í fremri hluta búksins.
Skegg – Hár úr gráu íkornaskotti.
Vængur – Fanir úr bekkfjöður af gullfasana.
Hringskegg – Appelsínugullituð hanahálsfjöður.
Haus – Rauður
Hér að neðan hnýtir Niklas Dahlin hjá Shadow Flies Ally´s Shrimp fyrir okkur.