Alma Rún
Sigursteinn Húbertsson hannaði Ölmu Rún fyrir bleikjuna í Hlíðarvatni og nefndi hana í höfuðið á barnabarni sínu.
Alma Rún hefur fyrir löngu sannað sig fyrir að vera frábær fluga í sjóbleikju um allt land.
Hér að neðan sýnir Ívar Örn Hauksson hvernig hnýta skal Ölmu Rún.