Black Ghost Plastic Tube
650 kr.
Black Ghost plasttúpa
Um Black Ghost plasttúpuna má segja að hún veiðir ótrúlega vel jafnt urriða sem lax. Fyrir fáeinum árum fengum við vini okkar hjá Shadow Flies til þess að framleiða nokkrar vel þekktar flugur í „pinnaútgáfur“ en þegar talað er um pinnaflugur er átt við flugur sem hnýttar eru á tiltölulega stutt en afar grönn rör. Til að gera langa sögu stutta lfiðu sumar þessara fluga í eitt sumar en nokkrar lifa enn góðu lífi og þessi, Black Ghost útgáfa er best þeirra.
Í textanum hér að neðan má lesa um þessa afburða góðu flugu. Njótið vel.
Hönnuður: Herbert L. Welch
Besta fluga í heimi? Margir telja
að svo sé. Svo mikið er víst að Black Ghost veiðir jafnt urriða, lax
og bleikju. Sá sem þetta skrifar hefur sett í og sporðtekið marga
stórlaxa sem létu ginnast af Black Ghost (Óli). Black Ghost var oft
mikið notuð í haustveiði í Húnvetnsku ánum að hausti til og þá gjarnan
kastað með sökkendalínum, löngu fyrir tíma þyngdra túba.
Black
Ghost er hnýtt í fjölmörgum útgáfum. Hér er uppskrift af þeirri sem við
getum kallað „original“ eða því sem næst. Það má leika sér með þessa
uppskrift og stílfæra lit á væng, stéli og skeggi. Við eigum fjölmargar
útfærslur af þessari frábæru veiðiflugu á flugubarnum í Veiðihorninu
Síðumúla 8 og hér í veiðibúð allra landsmanna á netinu. Við sendum
allar netpantanir samdægurs eða næsta virka dag.
Black Ghost
Krókur – Ahrex NS115 Deep Streamer.
Tvinni – Svartur UNI 6/0.
Stél – Gullitaðar fanir af hanafjöður.
Vöf – UNI ávalt silfurtinsel (upphaflega var notað flatt tinsel sem kemur einnig mjög vel út þegar hnýtt er á stærri króka.)
Búkur
– Svart UNI flos (hægt að nota ýmislegt annað svo sem spunnið
svartlitað selshár eða jafnvel spunnið (dub) gervihár íblandað með
glithárum.)
Skegg – Sama efni og í stéli.
Vængur – Fjórar
hvítlitaðar hanabakfjaðrir (hér þarf að velja jafnstórar fjaðrir af
hvorri hlið og láta fjaðrirnar hvolfast saman.)
Kinnar –
Frumskógarhani (Jungle Cock). Oft er erfitt að fá Jungle Cock hnakka á
skaplegu verði. Því er vert að benda á fallegar prentaðar fjaðrir frá
Semperfli.
Margir blanda appelsínugulu efni í væng, skegg og stél
og nefnist flugan þá Black Ghost Sunburst. Þá má geta þess að Olive
Ghost eftir hinn kunna veiðimann og hnýtara Nils Folmer Jörgensen hefur
reynst frábærlega vel til að mynda þegar kastað er fyrir urriðann stóra
sem syndir í Þingvallavatni.
Hér að neðan sýnir Niklas Dahlin hjá Shadow Flies hvernig hann hnýtir Black Ghost. Njótið vel.


