Black Sheep

650 kr.

Black Sheep

Black Sheep þarf vart að kynna fyrir íslenskum laxveiðimönnum enda flugan einhver sú þekktasta af íslenskum flugum.

Haraldur Stefánsson hannaði Black Sheep árið 1977.   Nafnið kemur frá Joe Hubert sem veiddi talsvert með Haraldi og þá gjarnan á klassískar laxaflugur.  Þegar Joe leit yfir fluguboxin sín sagði hann að fluga Haraldar væri eins og svartur sauður innan um allar fallegu gömlu flugurnar.

Flugurnar í Sheep fjölskyldunni urðu fleiri því Haraldur útfærði þessa flugu í mörgum litum svo sem bláa, brúna, græna, rauða og síðast en ekki með silfruðum búk, Silver Sheep. 
Black Sheep er frábær alhliða laxafluga sem veiðir allt sumarið.

Hér er uppskrift sem styðjast má við:
Krókur – Hefðbundin tví- eða þríkrækja.  Við mælum með Ahrex krókum.
Tvinni – Rauður Semperfli Classic Waxed Thread
Broddur – Ávalt silfur
Búkur – Svört ull
Skegg – Fanir úr blálitaðri hanafjöður
Vængur – 2/3 svartlituð og 1/3 gullituð hár úr hjartardindli
Kinnar – Frumskógarhani
Haus – Rauður

Til að hnýta Silver Sheep skiptirðu bara svarta búkefninu út fyrir silfurtinsel.  Margir telja Silver Sheep veiða betur í björtu veðri, hnýtta á silfurkrók.

Hér að neðan er myndband úr smiðju Ívars þar sem hann hnýtir Silver Sheep.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies