Copper Nymph
385 kr.
Copper Nymph
Koparpúpan er ein af þessum flugum sem eru örlítið öðruvísi. En það er oft það sem þarf í tregafiskeríi. Örlítið öðruvísi.
Hönnuður þessarar púpu er Brynjar Mikaelsson. Brynjar sagði okkur þegar hann gaukaði þessari flugu að okkur að hann setti hana alltaf undir þegar allt annað virtist klikka.
Koparpúpan er sérlega góð bleikjupúpa og virkar gjarnan vel þegar hún er hnýtt sem neðri púpa á dropper.
Góða skemmtun á bakkanum í sumar.






