Donatello
650 kr.
Donatello
Donatello er fluga sem sjálfsagt margir veiðimenn hafa ekki heyrt talað um en Donatello er úr „Mutant Ninja Turtle“ fjölskyldunni sem varð til fyrir rúmum 30 árum. Þekktust flugna úr fjölskyldunni er Leonardo en um hana má lesa hér að neðan.
Það fór ekki hátt um Donatello fyrr en 2021 en þá varð þessi útfærsla hennar til. Hnýtt sem örfluga, með búk úr fjólubláum vír sló Donatello algjörlega í gegn.
Sérstakur liturinn sem ekki sést í mörgum flugum og vírinn sem setur fluguna rétt undir yfirborðið hefur gert Donatello að miklu leynivopna þeirra sem notað hana ekki síst í litlu vatni, mið- og síðsumars.
Það gæti verið skynsamlegt að eiga Donatello í leynivopnaboxinu í sumar þegar allt annað bregst.
Leonardo
Óhætt er að fullyrða að þessi fluga er ekki í
hópi þekktustu flugna en vinsældir hennar hafa þó verið að aukast mikið
síðustu árin því þetta er virkilega veiðin fluga.
Leonardo var
fyrst kastað fyrir lax fyrir ríflega 30 árum. Það var á bökkum Sogs,
nánar tiltekið í Lækjarvík, neðan brúar í landi Alviðru og gaf hún strax
veiði. Leonardo var þá hnýtt á hefðbundna laxatvíkrækju í stærð #8.
Það
var Óli í Veiðihorninu sem hannaði þessa flugu og birtist uppskrift
hennar fyrst í bókinni Veiðiflugur Íslands sem kom fyrst út árið 1997 en
var endurútgefin af Veiðihorninu árið 2006.
Nafnið fær flugan frá
einni af Mutant Ninja Turtles fígúrunum sem voru vinsælar meðal barna
þá. Ungir synir Óla höfðu gefið honum barmmerki með mynd af uppáhaldinu
í afmælisgjöf sem einmitt var þennan dag sem flugan var fyrst reynd.
Síðar
litu dagsins ljós fleiri afbrigði þessarar flugu, hnýtt í litum hinna
bardagaskjaldbakanna. Lítið fór fyrir þeim þar til sumarið 2023 að
Donatello sló eftirminnilega gegn og verður kannski sagt frá því síðar.
Í vatnsleysi síðustu ára hefur Leonardo notið vinsælda í þessari útfærslu. Það er hnýtt ár örkrók eins og hér.
Uppskrift Leonardo eins og hún birtisti í bókinni Veiðiflugur Íslands árið 1997
Leonardo
Höfundur: Ólafur Vigfússon
Hnýtt af: Höfundi
Öngull: Stærðir 8-16, hefðbundnir eða stuttir
Tvinni: Svartur UNI 8/0
Búkur: Þræðir af perlu flashabou
Vængur: 4 – 6 þræðir af dökkbláu crystal hair, hár úr svartlituðu íkornaskotti
Haus: Svartur
Um fluguna: Góð miðsumars- síðsumars- og haustfluga. Virðist gefa sérstaklega vel í ljósaskiptunum.