Undertaker örfluga

650 kr.

Undertaker

Hönnuður: Warren Duncan

Undertaker er ekki nema rétt ríflega 40 ára gömul fluga þó margir haldi að hún sé mun eldri.

Undertaker er falleg fluga, sér í lagi þegar hún er hnýtt með rauðum haus á gullkrók.

Hér er Undertaker hnýttur með svörtum haus á gylltan örkrók.  Undertaker er einna best síðsumars  og veiðir vel í litlu og tæru vatni þegar henni er kastað með löngum og grönnum taumi.

Hér er uppskrift af Undertaker:

Undertaker
Krókur – VMC 9617G
Tvinni – Svartur UNI 8/0.
Broddur – Flatt Uni gull tinsel, því næst flúrljómað grænt Glo Brite og að lokum flúrljómað appelsínugult Glo Brite.
Vöf – Gylltur Semperfli vír.
Búkur – Svart UNI flos (á stærri króka er fallegra að nota fanir af Páffuglsfjöður).
Skegg – Nokkrar fanir af svartlitaðri hanahálsfjöður.
Vængur – Hár af svartlituðum Íkorna (á minnstu króka er oft smekklegra að nota svartlitaða kanínu).
Kinnar – Fanir af frumskógarhana (JC)
Haus – Svartur eða rauður eftir smekk.  Ef valið er rautt kemur betur út að nota rauðan hnýtingartvinna og lakka tvær til þrjár umferðir með glæru lakki yfir og láta þorna vel á milli umferða.

Þar sem erfitt er orðið að fá frumskógarhana nú til dags á skaplegu verði er vert að benda á að framleiðendur á borð við Semperfli eru farnir að framleiða mjög líflegt og  fallegt efni sem hægt er að nota í staðinn fyrir ekta fjaðrir.

Clear

Shadow Flies