Flugur í áskrift

Skemmtileg og spennandi nýjung!

Veiðihornið hefur hafið sölu á flugum í áskrift en þessi skemmtilega áskriftarleið hefur verið vinsæl meðal fluguveiðimanna í Bandaríkjunum um árabil.

Hægt er að velja um áskrift að annars vegar silungaflugum og hins vegar laxaflugum. Báðar áskriftir eru fáanlegar í fjórum mislöngum tímabilum eða þriggja, sex, níu eða tólf mánaða áskriftarpökkum. Áskriftarleið er valin og greidd við kaup.

Einu sinni í mánuði fær áskrifandi senda fluguöskju með 6 til 10 flugum í ásamt glaðningi sem getur verið klippur, töng, tökuvari, línubón, taumastrekkjari eða annað nauðsynlegt á bakkann. Í boxinu eru einnig upplýsingar um flugurnar og síðast en ekki síst fylgir afsláttarávísun sem mun gilda á einni tiltekinni vöru í Veiðihorninu út mánuðinn en það getur verið vönduð flugustöng, vöðlur, fluguhjól, flugulína og margt fleira.

Afslættir fara stighækkandi í samræmi við lengd áskriftar en þeir eru 5% bronsafsláttur í þriggja mánaða áskrift, 10% silfurafsláttur í sex mánaða áskrift, 15% gullafsláttur í níu mánaða áskrift og 20% platínuafsláttur í 12 mánaða áskrift.

Fyrstu pakkarnir voru sendir til áskrifenda nú í nóvember. Næsta útsending er í desember og því um frábæra jólagjöf að ræða þar sem þiggjandinn fær fyrsta pakkann fyrir jól, annan pakka í janúar, þann þriðja í febrúar, fjórða í mars og svo framvegis eða eftir því hve löng áskrift er keypt.

Nýr, spennandi pakki í hverjum mánuði. Afsláttur fer stighækkandi eftir lengd áskriftar. Verð aðeins 4.995 krónur fyrir einn mánuð. Áskriftarpakkar eru greiddir fyrirfram. Burðargjöld eru innifalin í verði.

Flugur í áskrift í netverslun