Færslur eftir merki: Veitt erlendis

Veiddu villisvín og rauðhirti í Eistlandi

Kon­um í skot­veiði hef­ur fjölgað um­tals­vert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að ger­ast í stang­veiðinni. Bára Ein­ars­dótt­ir og veiðifé­lagi henn­ar Guðrún Haf­berg voru í Eistlandi í janú­ar og skaut hóp­ur­inn bæði vill­is­vín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stutt­um fyr­ir­vara og eft­ir að hafa ekki kom­ist í nokk­ur ár vegna Covid, þá grip­um við tæki­færið. Við höf­um ekki kom­ist síðastliðin tvö ár,“ upp­lýs­ir Bára í sam­tali við Sporðaköst.

Adrenalínið flæddi á Seychelleseyjum

Það er hægt að stunda stang­veiði allt árið þó svo að ís­lenska veiðisum­arið sé stutt. Marg­ir leita í heit­ari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norður­hveli. Svo er það sjó­stöng­in sem hægt er að stunda allt árið.

Keppa í sjóbirtingsveiði í Danmörku

Tvisvar á ári er hald­in vel sótt keppni í sjó­birt­ingsveiði í Dan­mörku. Keppn­in fer fram við strend­ur Fjóns og að hluta til á strand­lengju Jót­lands. Veitt er frá strönd­inni og hafa tveir Íslend­ing­ar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinn­um.

Á stórfiskaslóðum við Kosta Ríka

Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit æv­in­týra í leit að risa Tarpoon við strend­ur Kosta Ríka fyrr í þess­um mánuði. Þeir settu í og slóg­ust við fiska í yf­ir­stærð, þrátt fyr­ir erfið skil­yrði en þeir komu á svæðið í kjöl­far felli­byls­ins Irma.