Færslur eftir merki: Veiðisögur

Fóru 15 í „sturlaða“ ferð til Grænlands

Fimmtán ís­lensk­ar veiðikon­ur eru ný­komn­ar heim eft­ir veiðiferð til Græn­lands þar sem þær veiddu bleikju í fjóra daga. Hóp­ur­inn hef­ur veitt sam­an í mörg ár og kall­ar sig Barm­ana. Meðal veiðisvæða sem þær hafa veitt má nefna Langá, Laxá í Kjós og Stóru-Laxá svo ein­hverj­ar ár séu til­greind­ar.

Nýtir hverja stund til að hnýta flugur

Að vera með veiðidellu á loka­stigi er bæði gæfa og á stund­um kross að bera. Hann Hilm­ar Þór Sig­ur­jóns­son er svo sann­ar­lega heltek­inn af veiðibakt­erí­unni. Hann er, þrátt fyr­ir að vera bara tólf ára gam­all, orðinn liðtæk­ur flugu­hnýt­ari. Hann nýt­ir líka hverja stund sem gefst fyr­ir þá iðju.