Færslur eftir flokki: Sporðaköst stangveiði

Óbreytt verð þriðja árið í röð

Veiðikortið, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal stang­veiðimanna kem­ur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaf­lega ánægju­legt að sjá að al­menn­ar verðhækk­an­ir hafa ekki áhrif á þenn­an úti­vist­ar­kost sem sí­fellt fleiri nýta sér.

Veiðimenn telja vetrarhörkur jákvæðar

Hörku vet­ur eins og hef­ur verið á land­inu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eyk­ur það lík­ur á góðum vatns­bú­skap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyr­ir seiði. Við höld­um áfram með vænt­ing­ar og von­ir veiðimanna fyr­ir kom­andi sum­ar. Sum­ir jafn­vel setja sig í völvu stell­ing­ar og er það áhuga­vert.

Adrenalínið flæddi á Seychelleseyjum

Það er hægt að stunda stang­veiði allt árið þó svo að ís­lenska veiðisum­arið sé stutt. Marg­ir leita í heit­ari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norður­hveli. Svo er það sjó­stöng­in sem hægt er að stunda allt árið.

Keppa í sjóbirtingsveiði í Danmörku

Tvisvar á ári er hald­in vel sótt keppni í sjó­birt­ingsveiði í Dan­mörku. Keppn­in fer fram við strend­ur Fjóns og að hluta til á strand­lengju Jót­lands. Veitt er frá strönd­inni og hafa tveir Íslend­ing­ar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinn­um.

Á stórfiskaslóðum við Kosta Ríka

Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit æv­in­týra í leit að risa Tarpoon við strend­ur Kosta Ríka fyrr í þess­um mánuði. Þeir settu í og slóg­ust við fiska í yf­ir­stærð, þrátt fyr­ir erfið skil­yrði en þeir komu á svæðið í kjöl­far felli­byls­ins Irma.

Veiddi lax sem hann sleppti sem seiði

Jó­hann­es Stur­laugs­son, fiski­fræðing­ur og oft titlaður urriðahvísl­ari, átti skemmti­lega end­ur­fundi við stór­lax í Lag­ar­fljóti í byrj­un mánaðar­ins. Þá veiddi Jó­hann­es 101 sentí­metra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klak­fisk fyr­ir fisk­rækt­ar­verk­efni sem hann er að vinna að þar eystra.

Sá stærsti sem veiðst hefur hér á landi

Stærsti sjó­birt­ing­ur sem veiðst hef­ur á flugu á Íslandi veidd­ist í Tungufljóti í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu á laug­ar­dag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upp­lýs­ing­ar um svo stór­an fisk með staðfestri mæl­ingu. Stór­fiska­æv­in­týrið í Tungufljóti virðist eng­an endi ætla að taka.

Allt sem þú þarft að vita um hundraðkalla

Síðastliðin þrjú veiðitíma­bil hafa Sporðaköst haldið úti svo­kölluðum Hundraðkalla­lista. Þar höf­um við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentí­metr­ar eða lengri. Þessi fisk­ar eru fá­gæt­ir og því merk­is­feng­ur fyr­ir hvern veiðimann.

Hvar var besta veiðin sumarið 2022?

Veiði á stöng á dag er lík­leg­ast besti mæli­kv­arðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sum­ar? Við höf­um tekið sam­an lista yfir ríf­lega þrjá­tíu ár þar sem þetta hlut­fall er reiknað út. Þrátt fyr­ir að ekki liggi fyr­ir loka­töl­ur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðal­veiði á hverja dags­stöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leir­vogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.