Veiðikortið, sem nýtur mikilla vinsælda meðal stangveiðimanna kemur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaflega ánægjulegt að sjá að almennar verðhækkanir hafa ekki áhrif á þennan útivistarkost sem sífellt fleiri nýta sér.
Færslur eftir flokki: Sporðaköst stangveiði
Hörku vetur eins og hefur verið á landinu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eykur það líkur á góðum vatnsbúskap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyrir seiði. Við höldum áfram með væntingar og vonir veiðimanna fyrir komandi sumar. Sumir jafnvel setja sig í völvu stellingar og er það áhugavert.
Það er hægt að stunda stangveiði allt árið þó svo að íslenska veiðisumarið sé stutt. Margir leita í heitari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norðurhveli. Svo er það sjóstöngin sem hægt er að stunda allt árið.
Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.
Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Síðastliðin þrjú veiðitímabil hafa Sporðaköst haldið úti svokölluðum Hundraðkallalista. Þar höfum við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentímetrar eða lengri. Þessi fiskar eru fágætir og því merkisfengur fyrir hvern veiðimann.
Veiði á stöng á dag er líklegast besti mælikvarðinn þegar horft er til þess, hvar besta veiðin var í sumar? Við höfum tekið saman lista yfir ríflega þrjátíu ár þar sem þetta hlutfall er reiknað út. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir lokatölur í Urriðafossi í Þjórsá er svæðið með mestu meðalveiði á hverja dagsstöng eða 2,73 laxa. Í öðru sæti er svo Leirvogsá með 2,53 laxa á stöng á dag.
- 1
- 2