Óbreytt verð þriðja árið í röð

Svona lítur Veiðikortið út fyrir sumarið 2023. Þegar verðbólga mælist um tíu prósent er ánægjulegt að sjá að Veiðikortið kostar það sama og í fyrra. Ljósmynd/Veiðikortið


Veiðikortið, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal stang­veiðimanna kem­ur út núna í átjánda skipti. Verðið er óbreytt milli ára og er það þriðja árið í röð sem verðið er það sama. Í tveggja stafa verðbólgu er það ákaf­lega ánægju­legt að sjá að al­menn­ar verðhækk­an­ir hafa ekki áhrif á þenn­an úti­vist­ar­kost sem sí­fellt fleiri nýta sér.

Ingi­mund­ur Bergs­son, sem ný­lega tók við sem fram­kvæmda­stjóri hjá Stanga­veiðifé­lagi Reykja­vík­ur hef­ur haft veg og vanda að Veiðikort­inu frá stofn­un þess. “Já. Verðið er óbreytt þriðja árið í röð. Við lögðum á það mikla áherslu að geta haldið verðinu óbreyttu. Með góðum vilja land­eig­enda tókst það og kortið kost­ar 8.900 krón­ur eins og í fyrra og sum­arið 2021,” upp­lýsti Ingi­mund­ur í sam­tali við Sporðaköst.

Ingi­mund­ur Bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SVFR hef­ur haldið utan um Veiðikortið frá því að það kom fyrst út árið 2005. Hér er hann með lax af Kattar­foss­brún í Langá. Ljós­mynd/​Veiðikortið

Veiðikortið í ár veit­ir aðgengi að 37 vatna­svæðum og bæt­ist Hít­ar­vatn við í ár. Hít­ar­vatn er þar með komið aft­ur inn í Veiðikortið. All­ar upp­lýs­ing­ar um veiðistaði og má finna á heimasíðunni veidi­kortid.is.

Nú stytt­ist í að veiðitím­inn hefj­ist form­lega að nýju og fyrstu veiðisvæðin opna um mánaðamót­in. Raun­ar er það svo að nokk­ur vötn eru opin allt árið, eins og Hlíðar­vatn í Hnappa­dal, Gíslholts­vatn og Urriðavatn við Eg­ilsstaði og er það tekið fram á síðu Veiðikorts­ins að þar er leyfi­legt að veiða allt árið. Nokk­ur vötn opna þó form­lega 1. apríl og má þar nefna Víf­ilsstaðavatn, Þveit við Horna­fjörð og Syðri­dals­vatn við Bol­ung­ar­vík. Önnur vötn miðast við þegar ísa leys­ir og dag­setn­ing­ar yfir form­leg­ar opn­an­ir má finna á heimasíðunni. Ljóst er að marg­ir horfa löng­un­ar­aug­um til 1. apríl þegar veiðitíma­bilið hefst form­lega og sjó­birt­ings­árn­ar opna fyr­ir vor­veiði.

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is