Hefur þú séð gíraffa í dag?

Taktu frá helgina 18. og 19. mars.  

Veiðihornið kynnir úrval af vörum í samstarfi við Veiðisafnið á Stokkseyri um helgina. Við munum vera með úrval af byssum, sjónaukum, hljóðdeyfum og fylgihlutum að ógleymdum nýju Do All Outdoors leirdúfukösturunum og Alps Outdoorz felubirgjunum svo eitthvað sé nefnt. Ýmis kynningartilboð verða í gangi á sýningunni okkar um helgina. Opið á laugardag og sunnudag frá 11 til 18.

Silli kokkur verður með vagninn á svæðinu svo það er um að gera að skoða hið frábæra Veiðisafn, kíkja á það nýjasta úr skotveiðideild Veiðihornsins og gæða sér á ljúffengri villibráð.

 

Veiðisafnið er einstakt á landsvísu en hvergi á Íslandi er hægt að sjá jafn fjölbreytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna en hér ásamt því að fræðast um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd.

Uppsetning grunnsýningar safnsins er margrómuð en auk hennar eru settar upp sérsýningar og má þar nefna árlega byssusýningu og snertisafari – sýningu fyrir sjónskerta og blinda sem hefur verið haldin reglulega frá opnun safnsins. Hlutverk safnsins er m.a. að kynna komandi kynslóðum veiði og veiðirétt með aðaláherslu á náttúruvernd og skynsemisveiðar. „

Veiðihornið