Kursk túpurnar eru eru komnar á flugubarinn í Síðumúla 8! Taumurinn er þræddur inn um hlið túpunnar líkt og á gárutúpum. Túpurnar rykkjast og skrikkjast því eftir botninum og koma af stað legnustu stórlöxum.
Færslur eftir merki: Haustveiði
Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin. Við leituðum í smiðju Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu sem oft hefur gefið ráð um flugur fyrir lesendur Sporðakasta.