Nú þegar farið er að kólna og öll stangveiði úti í bili er kominn tími til að dusta rykið af fluguhnýtingaverkfærunum.
Færslur eftir merki: Fluguhýtingar
Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin. Við leituðum í smiðju Ólafs Vigfússonar í Veiðihorninu sem oft hefur gefið ráð um flugur fyrir lesendur Sporðakasta.
Að vera með veiðidellu á lokastigi er bæði gæfa og á stundum kross að bera. Hann Hilmar Þór Sigurjónsson er svo sannarlega heltekinn af veiðibakteríunni. Hann er, þrátt fyrir að vera bara tólf ára gamall, orðinn liðtækur fluguhnýtari. Hann nýtir líka hverja stund sem gefst fyrir þá iðju.