Færslur eftir merki: Hundraðkallar

Sá stærsti sem veiðst hefur hér á landi

Stærsti sjó­birt­ing­ur sem veiðst hef­ur á flugu á Íslandi veidd­ist í Tungufljóti í Vest­ur-Skafta­fells­sýslu á laug­ar­dag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upp­lýs­ing­ar um svo stór­an fisk með staðfestri mæl­ingu. Stór­fiska­æv­in­týrið í Tungufljóti virðist eng­an endi ætla að taka.

Allt sem þú þarft að vita um hundraðkalla

Síðastliðin þrjú veiðitíma­bil hafa Sporðaköst haldið úti svo­kölluðum Hundraðkalla­lista. Þar höf­um við skráð laxa sem hafa veiðst á Íslandi og hafa mælst hundrað sentí­metr­ar eða lengri. Þessi fisk­ar eru fá­gæt­ir og því merk­is­feng­ur fyr­ir hvern veiðimann.

Ævintýralegur stórlaxadagur í Víðidalsá

Þegar veiðimenn í Víðidalsá hófu veiðar í gær­morg­un var stærsti lax­inn úr ánni 96 sentí­metra lax. Raun­ar tveir slík­ir, en mjög óvana­legt er þegar komið er fram í sept­em­ber að ekki hafi veiðst í það minnsta einn hundraðkall.

Einn sá stærsti úr Norðurá á öldinni

Einn stærsti lax sem veiðst hef­ur í Norðurá á þess­ari öld kom á land í morg­un. Þar var að verki Ein­ar Sig­fús­son sem sá um rekst­ur Norðurár um nokk­urt skeið, þar til í fyrra að hann taldi nóg komið. Lax­inn veidd­ist mjög neðarlega í ánni í svo kölluðum Neðsta streng sem er neðan við sum­ar­húsa­byggðina í Munaðarnesi.