Ævintýralegur stórlaxadagur í Víðidalsá

Rögnvaldur með stærsta laxinn sem veiðst hefur í Víðidalsá það sem af er þessu tímabili. Mældist 101 sentímetri og hundraðkall númer 34 sem Rögnvaldur landar úr Víðidalsá. Ljósmynd/ES


Þegar veiðimenn í Víðidalsá hófu veiðar í gær­morg­un var stærsti lax­inn úr ánni 96 sentí­metra lax. Raun­ar tveir slík­ir, en mjög óvana­legt er þegar komið er fram í sept­em­ber að ekki hafi veiðst í það minnsta einn hundraðkall.

Segja má að æv­in­týrið hafi haf­ist þegar Al­ex­and­er Arn­ar­son landaði 98 sentí­metra hæng úr Faxa­bakka fyr­ir há­degi. Var það stærsti lax ár­inn­ar þegar hon­um var landað. Eft­ir há­degi setti Rögn­vald­ur Guðmunds­son í mjög stór­an fisk, ein­mitt í Faxa­bakka og var ekki lengi að þreyta hann. Fisk­ur­inn mæld­ist 98 sentí­metr­ar. Strax vöknuðu grun­semd­ir um að þetta væri sami fisk­ur­inn og veiðst hafði fyr­ir há­degi. Þegar mynd­ir voru svo born­ar sam­an að kvöldi var staðfest að um sama fisk er að ræða. Fyr­ir há­degi tók hann rauðan Frances kón en eft­ir há­degi féll hann fyr­ir Even­ing dress núm­er 14.

Hæng­ur­inn stóri kom­inn í klakk­istu. Fisk­arn­ir sem eru þar fyr­ir virka ekki stór­ir þegar tröllið er komið til þeirra. Ljósmynd/​ES

Þegar komið var fram á kvöld var Rögn­vald­ur stadd­ur í Harðeyr­ar­streng en þar liggja jafn­an stór­ir lax­ar. „Ég var með Ernu núm­er sex­tán og er hún búin að gefa mér vel í sum­ar. Ég var með hana á míg­andi strippi og þá kom hann og negldi hana. Ég tók mjög fast á hon­um og hef senni­lega ekki verið nema tutt­ugu mín­út­ur að landa hon­um,“ sagði Rögn­vald­ur í sam­tali við Sporðaköst. Fisk­ur­inn var vand­lega mæld­ur og var ná­kvæm­lega 101 sentí­metri. Rit­stjóri Sporðak­asta tók þátt í mæl­ing­unni og get­ur staðfest að hún er rétt. Á því augna­bliki þegar Eg­ill Guðjohnsen sporðtók lax­inn slitnaði úr fisk­in­um en það kom ekki að sök.

Tví­veiddi hæng­ur­inn úr Faxa­bakka. Tók rauða Frances fyr­ir há­degi og litla Even­ing dress eft­ir há­degi. Ljósmynd/​ES

Þessi magnaði hæng­ur var sett­ur í kistu og mun verða nýtt­ur þegar hrogna­gröft­ur í hliðarár verður í haust.

Það er rétt að geta þess að þessi lax er 34 hundraðkall­inn sem Rögn­vald­ur land­ar í Víðidalsá og er afar ólík­legt að nokk­ur veiðimaður hafi landað jafn mörg­um stór­löx­um úr einni og sömu ánni. Nokkuð er um liðið síðan að Rögn­vald­ur landaði síðast slík­um fiski og eru heil þrjú ár síðan.

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is