Færslur eftir merki: Klúbbar

Veiðiklúbburinn Árdísir telur 90 konur

Fé­lags­skap­ur­inn Árdís­ir var stofnaður árið 2001. Þetta er fé­lags­skap­ur kvenna sem stunda
stang­veiði og í dag er meðlima­fjöld­inn rúm­lega níu­tíu kon­ur á öll­um aldri. Þetta er án efa
stærsti kvenna­veiðiklúbb­ur á land­inu og þótt víðar væri leitað. Fé­lagið bygg­ir á hefðum og
ákveðinni form­festu þó að mark­miðið sé gleði og góðar stund­ir, bæði við ár­bakk­ann og einnig á fjöl­mörg­um skemmt­un­um sem Árdís­ir efna til fyr­ir sín­ar kon­ur. Aðal­fund­ur, árs­hátíð, vor­fund­ur og upp­skeru­hátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.