Author Archives: Veiðihornið

Þurrar og hreinar

Að taka fram vöðlurnar að vori er alltaf
jafn spennandi. Við viljum að sjálfsögðu
að þær séu í topp standi þegar stutt er í fyrsta veiðitúrinn. Þá er alltaf spurningin hvernig við gengum frá þeim síðasta haust. Þegar gengið er frá vöðlum eftir vertíðina er einkum þrennt sem mikilvægt er að hafa í huga.

Hreindýraskytta í hálfa öld

Hann er verður 67 ára í haust en labbar enn flesta veiðimenn af sér, ef því er að skipta. Siggi er hreindýraleiðsögumaður á svæðum 1 og 2 og þekkir þær slóðir eins og lófana á sér. Hann hefur verið í leiðsögn frá árinu 1991 og hefur aðstoðað skyttur við að fella rúmlega fimmtán hundruð dýr á ferlinum. Sjálfur hefur Siggi skotið ríflega sex hundruð dýr og þau flest í óleyfi, upplýsir hann. Komum betur að því síðar.

Veiðitúrar eru mínir sálfræðitímar

Arnar trommari Of Monsters and Men: Einn veturinn voru Of Monsters and Men, sú stórgóða og heimsþekkta hljómsveit að spila í Brixton Academy í London sem er einn af þekktari tónleikastöðum þar í borg. Það var nokkuð liðið á tónleikana og hitinn í höllinni var mikill. Æstir aðdáendur tóku undir með í hittaranum Little Talks. Andrúmsloftið var rafmagnað og tónleikarnir að ná hápunkti sínum.

Tökum upp þráðinn

Það er komið haust og við skiptum brátt veiðigræjunum út fyrir hnýtingaáhöldin. Til þess að auðvelda fluguhnýturum lífið höfum við sett saman nokkra fluguhnýtingapakka með krókum og öllu nauðsynlegu efni til að hnýta flugurnar fyrir næsta sumar.

Hvernig á að stilla upp gervigæsum?

Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.

Sá fyrsti í heiminum með SAGE Spey R8

Það þótti tíðindum sæta þegar lifandi laxveiðigoðsögnin Tóti tönn var fyrsti veiðimaður í heiminum til að fá afhenta nýju Sage Spey R8 tvíhenduna. Mikil leynd hafði hvílt yfir stönginni og opinberunardagurinn var 16. janúar. Það er staðfest af framleiðendum að Tóti, Þórarinn Sigþórsson var fyrsti veiðimaðurinn sem fékk hana í hendurnar. Og karlinn beið ekki boðanna hann fór með hana út á Klambratún og prófaði gripinn samdægurs.