Author Archives: Veiðihornið

14 ára landaði þeim stærsta í Elliðaánum

Feðgarn­ir Al­ex­and­er Þór Sindra­son og pabbi hans, Sindri Þór Kristjáns­son áttu sam­an magnaða og allt að því drama­tíska stór­laxa­stund í Elliðaán­um í gær. Þeir voru stadd­ir í Síma­streng, þar sem Al­ex­and­er Þór hafði fyr­ir tveim­ur árum veitt sinn stærsta lax á æv­inni. Það var 86 sentí­metra hæng­ur sem tók flug­una Green But.

Veiðiklúbburinn Árdísir telur 90 konur

Fé­lags­skap­ur­inn Árdís­ir var stofnaður árið 2001. Þetta er fé­lags­skap­ur kvenna sem stunda
stang­veiði og í dag er meðlima­fjöld­inn rúm­lega níu­tíu kon­ur á öll­um aldri. Þetta er án efa
stærsti kvenna­veiðiklúbb­ur á land­inu og þótt víðar væri leitað. Fé­lagið bygg­ir á hefðum og
ákveðinni form­festu þó að mark­miðið sé gleði og góðar stund­ir, bæði við ár­bakk­ann og einnig á fjöl­mörg­um skemmt­un­um sem Árdís­ir efna til fyr­ir sín­ar kon­ur. Aðal­fund­ur, árs­hátíð, vor­fund­ur og upp­skeru­hátíð eru á meðal fastra viðburða þegar ekki er verið að veiða.

Hvernig á að stilla upp gervigæsum?

Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.