Færslur eftir merki: Sage

Hönnun flugustanga er list og vísindi

Veiðiá­hugamaður­inn og verk­fræðing­ur­inn Peter Knox sem er 31 árs gam­all er yf­ir­hönnuður
Sage þegar kem­ur að flugu­stöng­um. Síðustu stang­irn­ar sem Sage sendi frá sér eru R8 Core
og R8 Salt. Core stöng­in komst fyrst í hend­ur veiðimanna við upp­haf veiðitíma vorið 2022.
Core fjöl­skyld­an bíður all­ar gerðir og lengd­ir af ein­hend­um sem hægt er að hugsa sér við
ís­lensk­ar aðstæður. Hvort sem við vilj­um veiða kraft­mikla sil­unga á nett­ar þurrflug­ur eða fara með þung­ar túp­ur djúpt að leita að stór­laxi. „Við leit­umst við að sam­eina list og vís­indi þegar kem­ur að R8 Core stöng­un­um,“ seg­ir Peter Knox í sam­tali við Veiði.