Það er hægt að stunda stangveiði allt árið þó svo að íslenska veiðisumarið sé stutt. Margir leita í heitari lönd eða þar sem árstíðir eru á öðrum tíma en á norðurhveli. Svo er það sjóstöngin sem hægt er að stunda allt árið.
Færslur eftir flokki: Sögur stangveiði
Tvisvar á ári er haldin vel sótt keppni í sjóbirtingsveiði í Danmörku. Keppnin fer fram við strendur Fjóns og að hluta til á strandlengju Jótlands. Veitt er frá ströndinni og hafa tveir Íslendingar sem Sporðaköst vita um stundað þessa keppni og tekið þátt níu sinnum.
Sjö veiðimenn frá Íslandi héldu á vit ævintýra í leit að risa Tarpoon við strendur Kosta Ríka fyrr í þessum mánuði. Þeir settu í og slógust við fiska í yfirstærð, þrátt fyrir erfið skilyrði en þeir komu á svæðið í kjölfar fellibylsins Irma.
Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur og oft titlaður urriðahvíslari, átti skemmtilega endurfundi við stórlax í Lagarfljóti í byrjun mánaðarins. Þá veiddi Jóhannes 101 sentímetra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klakfisk fyrir fiskræktarverkefni sem hann er að vinna að þar eystra.
Stærsti sjóbirtingur sem veiðst hefur á flugu á Íslandi veiddist í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu á laugardag. Sporðaköst hafa í það minnsta ekki upplýsingar um svo stóran fisk með staðfestri mælingu. Stórfiskaævintýrið í Tungufljóti virðist engan endi ætla að taka.
Fyrir mörgum árum sagði við mig góður maður sem nú er fallinn frá; „Óli, ef þú ferð með eina flugu í Elliðaárnar skaltu taka með þér Black Brahan á silfurþríkrók númer 10 eða 12.“
Hugboð er skyndileg hugdetta, hugmynd, sem oft er betra að fylgja en hundsa. Þótt þú sért búinn að kasta „síðasta kasti“ kastaðu þá aftur ef þér finnst þú verðir að gera það. Það gaf mér eitt sinn 14 punda lax við Bergsnös í Stóru Laxá.