Veiddi lax sem hann sleppti sem seiði

Jóhannes Sturlaugsson með stórlaxinn úr Lagarfljóti sem hann veiddi í net í byrjun mánaðar. Hann örmerkti þennan lax og annaðist sleppingu á honum sem seiði fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Laxfiskar


Jó­hann­es Stur­laugs­son, fiski­fræðing­ur og oft titlaður urriðahvísl­ari, átti skemmti­lega end­ur­fundi við stór­lax í Lag­ar­fljóti í byrj­un mánaðar­ins. Þá veiddi Jó­hann­es 101 sentí­metra lax í net sem hann hafði lagt, til að ná í klak­fisk fyr­ir fisk­rækt­ar­verk­efni sem hann er að vinna að þar eystra.

Jó­hann­es birti frá­sögn af þess­um merki­lega feng á Face­book-síðu Lax­fiska, sem er rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið sem hann stýr­ir.

Hann seg­ir að lík­leg­ast sé þessi lax sá stærsti sem veiðst hef­ur hér­lend­is úr fisk­rækt­arslepp­ingu. Jó­hann­es hef­ur held­ur bet­ur komið við sögu þessa hundraðkalls. Hann veiddi for­eldra hans á sín­um tíma og kom að því er hrogn voru frjóvguð frá þeim fisk­um. Hann sá svo síðar um að ör­merkja þau seiði sem komust á legg. Hann kom svo að slepp­ingu þeirra seiða í hliðará Lag­ar­fljóts. Það má því segja að þessi hundraðkall hafi hitt skap­ara sinn á dög­un­um þegar Jó­hann­es fangaði hann. Að hans sögn nýt­ur stór­lax­inn nú ævikvölds í seiðaeld­is­stöðinni að Laxa­mýri í Aðal­dal. Þar hef­ur hæng­ur­inn nú tekið nokkr­um breyt­ing­um eins og ger­ist með þá þegar líður að hrygn­ingu og síðasta mæl­ing mældi hann 102 sentí­metra. Síðar verður frek­ari upp­lýs­ing­ar að fá um lax­inn stóra, þegar hreist­ur­sýni og ör­merki hafa verið tek­in til at­hug­un­ar. Hér að neðan má finna frá­sögn Jó­hann­es­ar af þessu öllu sam­an og er það merki­leg og áhuga­verð lesn­ing.

„Lag­ar­fljótsorm­ur­inn lenti í neti hjá mér um dag­inn. Ég var við kla­kveiðar í Lag­ar­fljóti í byrj­un októ­ber­mánaðar þegar of­ur­skepna gekk í eitt netið sem ég var að vakta. Net­in lagði ég til að afla lif­andi laxa í því skyni að ala und­an þeim seiði vegna fisk­ræktar­rann­sókn­ar sem ég er að vinna að í hliðarám Lag­ar­fljóts fyr­ir hönd Veiðifé­lags Lag­ar­fljóts. Of­ur­skepn­an gekk í netið með þeim lát­um að marg­ir metr­ar af blýþungu net­inu tók­ust ít­rekað á loft. Þegar nær dró sá ég að of­ur­skepn­an reynd­ist vera leg­inn lax í yf­ir­stærð; lax sem er lík­lega stærsti lax sem veiðst hef­ur hér­lend­is úr fisk­rækt­arslepp­ingu. Lax­inn er runn­inn frá seiðaslepp­ing­um fisk­ræktar­rann­sókn­ar í hliðarár Lag­ar­fljóts sem ég er að vinna að fyr­ir Veiðifé­lag Lag­ar­fljóts, en Lands­virkj­un er fjár­hags­leg­ur bak­hjarl verk­efn­is­ins. Laxatröllið er hundraðkall þ.e.a.s. einn þeirra fáu laxa sem ná því að vera 100 cm lang­ur eða lengri. Við mæl­ingu á bökk­um Lag­ar­fljóts var hæng­ur­inn slétt­ur 101 cm að lengd, en frá þeim tíma hef­ur sú um­mynd­un hauss lax­ins eða öllu held­ur skolt­anna og til­heyr­andi króks sem fylg­ir hrygn­ing­ar­tím­an­um, leitt til þess að hann mæl­ist nú 102 cm lang­ur. Ekki þarf að fjöl­yrða um það að lax­inn góði er yfir 20 pund að þyngd en hversu mikið þyngri hann er ligg­ur enn ekki fyr­ir vegna þess að vog var ekki við hend­ina í kla­kveiðinni. Sama dag og ég veiddi laxatröllið þá keyrði ég hann með viðhöfn í tanki á þriðja hundrað kíló­metra í seiðaeld­is­stöðina að Laxa­mýri í Aðal­dal þar sem svil hans eru þegar far­in að frjóvga hrogn hrygna úr Lag­ar­fljóti. Til stend­ur af minni hálfu að heim­sækja þenn­an merk­islax að Laxa­mýri inn­an tíðar og við þá end­ur­fundi verður þyngd hans mæld.

Hér er svo önn­ur mynd af þeim Jó­hann­esi og hundraðkall­in­um. Hér sést staðsetn­ing­in bet­ur. Í bak­sýn eru Lag­ar­foss­flúðirn­ar. Ljós­mynd/​Laxfiskar

Saga þessa Lag­ar­fljót­strölls er þó ekki öll sögð. Saga sem er á fleiri en eina vegu ein­stök. Í því sam­bandi má nefna að ég hafði ít­rekuð per­sónu­leg kynni af lax­in­um góða á mis­mun­andi lífs­stig­um hans – reynd­ar kynnt­ist ég einnig „for­eldr­um“ hans, því ég veiddi lax­ana í klak sem Lag­ar­fljót­ströllið er und­an og flutti þá frá Lag­ar­fljóti að Laxa­mýri. Strax í bernsku Lag­ar­fljót­strölla kynnt­ist ég hon­um, því ríf­lega einu og hálfu ári eft­ir að ég flutti „for­eldra“ hans að Laxa­mýri, kom ég ásamt Dal­rúnu dótt­ur minni og sér­leg­um aðstoðar­manni að Laxa­mýri að nýju, en nú til þess að ör­merkja seiðin und­an löx­un­um. Að af­lok­inni merk­ingu seiðanna var farið í að flytja seiðin aust­ur á Hérað þar sem heima­menn tóku á móti okk­ur til að vinna með mér að slepp­ing­um seiðanna í hliðarár Lag­ar­fljóts. Eitt þeirra þúsunda laxa­seiða sem þaðan gekk í sjó, góðvin­ur vor Lag­ar­fljót­strölli, óx öðrum seiðum meira í sjó og skilaði sér ít­ur­vax­inn heim í Lag­ar­fljót. Þar tryggðu fyrr­nefnd­ar neta­veiðar mín­ar ánægju­lega end­ur­fundi okk­ar. Meðfylgj­andi mynd af mér og Lag­ar­fljót­strölla var tek­in við það tæki­færi á bökk­um Lag­ar­fljóts.“

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is