FAIR tvíhleypur í Veiðihorninu

Ítölsku tvíhleyptu haglabyssurnar frá FAIR eru komnar í góðu úrvali á byssuvegginn í Veiðihorninu.

FAIR haglabyssur hafa verið framleiddar á Ítalíu síðan 1971 og því komin löng og góð reynsla á þessar fallegu og vönduðu tvíhleypur. Við eigum á lager 8 gerðir af yfir/undir og hlið við hlið tvíhleypum frá FAIR og erum afar stolt af því að geta boðið viðskiptavinum okkar gott úrval af þessum vönduðu byssum.

Verð á FAIR tvíhleypum er hagstætt eða aðeins frá 199.900 kr.

Förum varlega á veiðislóð.
Góða skemmtun,
Veiðihornið

FAIR Tvíhleypur