Simms þjónustudagar

Einstök eftirþjónusta!

Við höldum Simmsdaga í Veiðihorninu dagana 20. til 24. október. 

Á Simmsdögum bjóðum við viðskiptavinum  að koma með Simms vöðlur til okkar og fá þær yfirfarnar og lagfærðar auk þess sem við gefum góð ráð varðandi umhirðu, meðferð og vetrargeymslu.

Simmsdagar hafa ævinlega verið vinsælir í Veiðihorninu. Gjarnan höfum við boðið þessa þjónustu að vori til en þess má geta að síðast þegar við héldum daga sem þessa gerðum við við vel á annað hundrað vöðlur fyrir viðskiptavini Veiðihornsins.

Að þessu sinni ákváðum við að halda Simmsdaga að hausti og bjóða viðskiptavinum okkar að koma með vöðlur til yfirferðar og viðgerða og þyggja góð ráð frá sérfræðingum Veiðihornsins svo allt verði nú klappað og klárt þegar stangveiðin hefst á ný með hækkandi sól.

Simms er eina Gore-tex merkið í vöðlum fyrir stangveiðimenn.
Sú staðreynd og einstök eftirþjónustan skilur Simms frá öðrum merkjum.

Góða skemmtun á veiðislóð
Veiðihornið


Afgreiðslutími Veiðhornsins á Simms þjónustudögum:

Fimmtudagur: 10:00-18:00
Föstudagur: 10:00-18:00
Laugardagur: 11:00-15:00
Sunnudagur: 11:00-15:00
Mánudagur: 10:00-18:00

Hugsaðu vel um vöðlurnar þínar

– Myndband frá Simms þjónustudögum Veiðihornsins

Simms vöðlur