Færslur eftir flokki: Fræðsla skotveiði

Hvernig á að stilla upp gervigæsum?

Hvernig gervigæsum er stillt upp skiptir höfðumáli þegar farið er í fyrirsát eða gæsaveiði. Einar Páll Garðarsson er reynd gæsaskytta til áratuga og við leituðum í hans smiðju varðandi hvernig hann raðar gæsunum upp til að ná sem bestum árangri. Eitt það fyrsta sem Palli nefndi var að veiðimaður þyrfti að standa klár á úr hvaða átt gæsirnir væru að koma. Best væri að fá fuglana inn á móti sér, frekar en að vera að fá flugið í bakið.