Færslur eftir flokki: Sporðaköst skotveiði

Veiddu villisvín og rauðhirti í Eistlandi

Kon­um í skot­veiði hef­ur fjölgað um­tals­vert á síðari árum. Er það í takt við það sem er að ger­ast í stang­veiðinni. Bára Ein­ars­dótt­ir og veiðifé­lagi henn­ar Guðrún Haf­berg voru í Eistlandi í janú­ar og skaut hóp­ur­inn bæði vill­is­vín og rauðhirti. „Þetta kom bara upp með stutt­um fyr­ir­vara og eft­ir að hafa ekki kom­ist í nokk­ur ár vegna Covid, þá grip­um við tæki­færið. Við höf­um ekki kom­ist síðastliðin tvö ár,“ upp­lýs­ir Bára í sam­tali við Sporðaköst.

UST leggur til fjölgun daga á rjúpu

Um­hverf­is­stofn­un (UST) hef­ur skilað til­lög­um sín­um til ráðherra vegna kom­andi rjúpna­tíma­bils. Und­an­farna daga hef­ur gætt vax­andi óánægju meðal skot­veiðimanna hversu dreg­ist hef­ur á lang­inn að gefið verði út með hvaða fyr­ir­komu­lagi verður heim­ilt að veiða rjúpu þetta veiðitíma­bilið. Skot­veiðifé­lag Íslands birti færslu á Fac­book síðu sinni fyrr í dag þar sem upp­lýst er að til­lög­urn­ar séu komn­ar til ráðherra. Á þeim til­lög­um bygg­ir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á til­lög­um UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST legg­ur til fleiri daga en í fyrra. Færsl­an í heild sinni hljóðar svo.

NÍ: Sex rjúpur á veiðimann í ár

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur lagt mat á veiðiþol rjúpna­stofns­ins fyr­ir kom­andi veiðivertíð. Veiðistofn­inn er met­inn 297 þúsund fugl­ar og hafa niður­stöðurn­ar verið kynnt­ar Um­hverf­is­stofn­un með bréfi. Ráðlögð rjúpna­veiði í haust er um 26 þúsund fugl­ar. Í frétt á heimasíðu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands (NÍ) er farið yfir stöðuna og þar seg­ir: „Veiðistofn rjúp­unn­ar er met­inn 297 þúsund fugl­ar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fugl­ar eða um sex fugl­ar á veiðimann.“