UST leggur til fjölgun daga á rjúpu

Rjúpnaveiði hefst að öllu óbreyttu í byrjun næsta mánaðar. Tillögur Umhverfisstofnunar liggja fyrir en ráðherra mun taka og tilkynna endanlega ákvörðun. Ljósmynd mbl.is/Kristinn Magnússon


Um­hverf­is­stofn­un (UST) hef­ur skilað til­lög­um sín­um til ráðherra vegna kom­andi rjúpna­tíma­bils. Und­an­farna daga hef­ur gætt vax­andi óánægju meðal skot­veiðimanna hversu dreg­ist hef­ur á lang­inn að gefið verði út með hvaða fyr­ir­komu­lagi verður heim­ilt að veiða rjúpu þetta veiðitíma­bilið. Skot­veiðifé­lag Íslands birti færslu á Fac­book síðu sinni fyrr í dag þar sem upp­lýst er að til­lög­urn­ar séu komn­ar til ráðherra. Á þeim til­lög­um bygg­ir ráðherra svo sína ákvörðun. Það sem er ljóst við skoðun á til­lög­um UST er tvennt. Leyft verður að veiða rjúpu og UST legg­ur til fleiri daga en í fyrra. Færsl­an í heild sinni hljóðar svo.

„Til­lög­ur frá Um­hverf­is­stofn­un til ráðherra vegna kom­andi rjúpna­veiðitíma­bils Nóv­em­ber: Frá og með 1. nóv­em­ber til og með 30. nóv­em­ber- frá og með föstu­dög­um til og með þriðju­dög­um á því tíma­bili og að veiðar hefj­ist á há­degi (21 dag­ur). Des­em­ber: Frá og með 2. des­em­ber til og með 4. des­em­ber- frá og með föstu­dög­um til og með þriðju­dög­um á því tíma­bili og að veiðar hefj­ist á há­degi (3 dag­ar).

Sam­tals 24 dag­ar, upp­haf­leg til­laga hljóðaði upp á 21 dag í nóv­em­ber en SKOTVÍS gat eng­an veg­inn samþykkt það í ljósi rann­sókna á veiðihegðan veiðimanna. Fjöldi leyfi­legra veiðidaga eyk­ur ekki fjölda sókn­ar­daga.

Rann­sókn­ir á veiðihegðun veiðimanna sína að fjöldi veiðidaga fjölg­ar ekki sókn­ar­dög­um hjá veiðimönn­um. Ljós­mynd/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

SKOTVÍS vildi fá 68 daga í ljósi þeirra niðurstaðna og vildi fá rök­stuðning fyr­ir fækk­un daga, hversu mikið og af hverju. SKOTVÍS fékk ekki þá umræðu en bara þau skila­boð að þetta ætti að vera það sama og í fyrra. SKOTVÍS vildi að lág­marki fá sein­ustu helg­ina í októ­ber inn og fyrstu í des­em­ber. Lág­marks­krafa að halda áfram að fjölga dög­um.“

Nú er málið í hönd­um Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um­hverf­is­ráðherra sem tek­ur end­an­lega ákvörðun um fyr­ir­komu­lag á veiðunum.

Rjúpna­stofn­inn er í upp­sveiflu þó svo að af­komu­brest­ur hafi verið staðfest­ur í ákveðnum lands­hlut­um. Engu að síður er upp­sveifl­an staðfest þó að hægt hafi á henni. Vænt­an­lega er Um­hverf­is­stofn­un að taka til­lit til þess þegar hún legg­ur til að fjölga dög­um úr 22, eins og þetta var í fyrra, í 24 daga.

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is