Lagt til að hreindýrakvóti verði 938 dýr

Hreindýr á beit við Hvalnesskriður. mbl.is/Sigurður Ægisson


Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands legg­ur til að ekki verði fleiri en 938 hrein­dýr veidd á næsta ári hér­lend­is, þ.e. 501 kýr og 437 tarfar.

Aust­ur­glugg­inn vek­ur at­hygli á þessu í dag en stofn­un­in býður upp á opið sam­ráð í sam­bandi við til­lög­ur um hrein­dýra­kvót­ann 2023. 

Ein­ung­is er tekið við skrif­leg­um at­huga­semd­um við kvóta­til­lögu Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands og skulu þær ber­ast stof­unni fyr­ir miðnætti 25. nóv­em­ber 2022. 

Um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið aug­lýs­ir hrein­dýra­kvóta snemma árs og Um­hverf­is­stofn­un ann­ast sölu veiðileyf­anna. Á þessu ári var heim­ilt að veiða að há­marki 1.021 hrein­dýr, 546 kýr og 475 tarfa. 

Til­laga Nátt­úru­stofu Aust­ur­lands bend­ir til þess að sam­drátt­ur verði því í hrein­dýra­veiðinni. 

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is