Í versta falli hægt að éta hundinn

Ásgeir Heiðar rekur í þessari færslu hvernig útbúnaður hefur tekið stakkaskiptum frá því að hann hóf að veiða rjúpu fyrir hartnær hálfri öld. Ljósmynd/Ásgeir


Fyrsti rjúpnadag­ur­inn renn­ur upp á þriðju­dag. Fjöl­marg­ir bíða spennt­ir eft­ir þeirri dag­setn­ingu og ætla til veiða. Aðrir bíða aðeins leng­ur og taka næstu helgi. Fyr­ir­komu­lagið þetta tíma­bilið er með þeim hætti að veiða má alla daga frá 1. nóv­em­ber til 4. des­em­ber nema miðviku­daga og fimmtu­daga. Þá er sami hátt­ur hafður á að veiði má ekki hefja fyrr en á há­degi.

Ásgeir Heiðar er ein reynd­asta rjúpna­skytta lands­ins og hef­ur stundað þenn­an veiðiskap í rúma hálfa öld. Hann birti í gær færslu á face­book þar sem hann fer yfir hvernig tím­arn­ir hafa breyst á þegar kem­ur að búnaði rjúpna­skytt­unn­ar. Færsl­an er áhuga­verð og birt­um við hana hér í heild sinni.

„Und­ir­ritaður hef­ur stundað rjúpna­veiði í hart­nær 55 ár. Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar á þess­um tím­um. Búnaður­inn t.d. hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um. Ég var fyrstu árin í vel þæfðri ullarpeysu, föður­landi og segljakka ut­an­yf­ir. Fljót­lega upp­götvaði ég frelsið í þess­um veiðum og gerðist at­vinnumaður í fag­inu næstu 27 árin. Búnaður breytt­ist með ár­un­um. Ég gekk fyrstu árin í gúmmí­stíg­vél­um og klippti neðan af ull­ar­sokk­um og togaði upp fyr­ir hné til að snjór kæm­ist ekki ofan í stíg­vél­in. Rjúpna­vestið var striga­poki sem saumað fyr­ir í báða enda og gert gat fyr­ir haus­inn…..

Mér var oft heitt á rjúpna­slóð þegar kappið var mikið. Lagði ég áherslu á að nýta skot sem best og var sjald­an skotið á eina rjúpu er fleiri voru á staðnum. Reynsl­an kenndi manni að “ganga rjúp­urn­ar til” þannig að nokkr­ar báru sam­an. Þegar vopnið var ein­hleypa kom slíkt að góðum not­um. Tek­in voru 75 skot á fjall, sem og Silva átta­viti. Þegar komið var í bíl voru svo teygaðar 2 kók­flösk­ur í gleri. Syk­urþörf­in var al­gjör. Og 2 sígó……

Þetta hef­ur verið góður dag­ur. Ásgeir mundi sjálf­ur ekki hvaða ár þetta var, en sjálfsagt tek­in fyr­ir þrem­ur til fjór­um ára­tug­um. Á þeim tíma komu al­vöru topp­ar í stofn­inn á tíu ára fresti.
Ljós­mynd/Á​sgeir einka­safn

Árin liðu og Ca­belas bæk­ling­ur kom í hús. Því­lík­ir mögu­leik­ar blöstu við á hverri síðu. Ég byrjaði á því að panta mér silki und­ir­föt sem voru lofuð upp í há­stert. Eft­ir­vænt­ing­in var ógur­leg þegar loks send­ing­in barst í toll­inn. Föt­in pössuðu þokka­lega og gat ég varla beðið eft­ir 15. okt. Ég lagði af stað í mín­um fínu und­ir­föt­um, var þokka­lega hlýtt og svit­inn yf­ir­gaf gall­ann. Veiddi vel og helsátt­ur, kom í hús og af­klædd­ist. Kom þá í ljós að ég var eins og versta frönsk hóra, all­ur í lykkju­föll­um og gall­inn ónýt­ur…..

Á ein­hverju stóraf­mæli fékk ég Meindl göngu­skó í af­mæl­is­gjöf. Því­lík breyt­ing. Klett­ar og stórþýfi var leik­ur einn á nýju skón­um. En það fór snjór ofan í skóna. Ull­ar­sokk­at­rikkið var ekki að virka nógu vel og Mill­et legg­hlíf­ar kostuðu næst­um eins mikið og skórn­ir. Það var ekk­ert annað en að þreyja þorr­ann og bíða eft­ir næsta stóraf­mæli….

Striga­pok­an­um var skipt út fyr­ir næstu nýj­ung. Bóngrisju..! Þetta voru lengj­ur sem hægt var að klippa í mátu­lega lengd, gera gat fyr­ir haus­inn og hnút báðum meg­in og dugði fínt sem tref­ill ef illa gekk veiðin…

Einn af hund­um Ásgeirs við æf­ing­ar. Þess­ar rjúp­ur eru á loka­metr­un­um að klæðast vetr­ar­bún­ingn­um.
Ljós­mynd/Á​sgeir einka­safn

Ekki gafst maður upp á Ca­belas og þarna kom fleece kyn­slóðin inn. Því­lík­ur mun­ur…! Þarna var manni hlýtt án þess að svit­inn sæti nærst manni. Lop­an­um var snar­lega skipt út fyr­ir fleece fatnaðinn. Sér saumað rjúpna­vesti frá Lalla skó­ara sem tók 55 fugla og Core-Tex skel. Bylt­ing…! Eini gall­inn var að maður hafði elst svo mikið og hafði ekki þetta út­hald sem maður hafði sem 16 ára göm­ul fjalla­geit. Búnaður í dag: Sitka flecce hettu­bol­ur, Kuiu dúnúlpa sem hægt er að renna niður öll­um renni­lás­um und­ir hönd­um og víðar (ef þurrt er), ann­ars Kuiu eða Sitka skel. Sitka fleece nær­bux­ur, Kuiu skel bux­ur. Gamla vestið frá Lalla skó­ara……

Nú­tím­inn hef­ur svo kennt manni að vera svo með GPS+auka­batte­rí, GSM síma + hleðslu­banka, nokk­ur neyðarblys og ál­p­oka. Sjón­auka og góðan hund… Alltaf hægt að éta afl­ann…og í versta falli hund­inn…..“

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is