Færslur eftir merki: Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands

NÍ: Sex rjúpur á veiðimann í ár

Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands hef­ur lagt mat á veiðiþol rjúpna­stofns­ins fyr­ir kom­andi veiðivertíð. Veiðistofn­inn er met­inn 297 þúsund fugl­ar og hafa niður­stöðurn­ar verið kynnt­ar Um­hverf­is­stofn­un með bréfi. Ráðlögð rjúpna­veiði í haust er um 26 þúsund fugl­ar. Í frétt á heimasíðu Nátt­úru­fræðistofn­un­ar Íslands (NÍ) er farið yfir stöðuna og þar seg­ir: „Veiðistofn rjúp­unn­ar er met­inn 297 þúsund fugl­ar haustið 2022 og ráðlögð veiði er um 26 þúsund fugl­ar eða um sex fugl­ar á veiðimann.“