Einstök eftirþjónusta Simms og veglegur sýningarafsláttur.

Simms verður á sýningunni Flugur og veiði um helgina.

Allir veiðimenn eru á leið á sýninguna Flugur og veiði sem haldin verður undir stúku Laugardalsvallar nú um helgina. Veiðihornið verður á sýningunni auk fjölda annarra innlendra aðila sem tengjast veiðiheiminum.

En það verða ekki bara íslensk fyrirtæki á sýningunni. Starfsmenn Flyfish Europe sem er dreifingaraðili Simms í Evrópu mæta á svæðið.


Nýjar vörur fyrir sumarið verða kynntar á sýningunni en auk þess munu Gore-tex sérfræðingar Simms bjóða hina einstöku eftirþjónustu sem Simms er þekkt fyrir. Eigendur eldri Simms Gore-tex vaðla eru hvattir til að koma með vöðlurnar sínar og fá þær yfirfarnar og lagfærðar að kostnaðarlausu. Það sem þarf að hafa í huga að hver og einn má taka með sér að hámarki tvö pör af Gore-tex vöðlum og þurfa vöðlurnar að vera hreinar og merktar.

Allar viðgerðir á staðnum eru gerðar án kostnaðar.

Það er tvennt sem skilur Simms frá öðrum vöðlum á markaði; Annars vegar Gore-tex efnið en engar aðrar vöðlur á Íslandi eru Gore-tex vöðlur. Hins vegar er það þessi einstaka eftirþjónusta sem Simms hefur veitt árum saman.
Á sýningunni mun FFE einnig bjóða sérstakan sýningarafslátt sem mun gilda hjá söluaðilum merkisins einhverja daga fram í maí.

Simms vöðlur og skór í netverslun

194.900 kr.219.900 kr.