Sumarhátíð Veiðihornsins

Kosningahelgina 1. og 2. júní verður
haldin árleg sumarhátíð Veiðihornsins

Veiðihornið hefur haldið fyrstu helgina í júní hátíðlega um árabil í tilefni af því að veiðisumarið er loksins farið af stað af fullum þunga.

Fjöldi hátíðartilboða verður í gangi alla helgina, boðið verður uppá grillaðar pylsur í hádeginu á laugardag auk þess sem happdrættið heimsfræga verður á sínum stað.

Það verður hægt að gera góð kaup og græja sig upp fyrir sumarið á kostakjörum alla helgina í Síðumúla 8.

Sem dæmi má nefna ætlum við að gefa fluguhjól og flugulínu með Sage Sonic einhendum og tvíhendum, fjöldi vöðlupakkatilboða verður í gangi og margt fleira.

Kjósum, kíkjum í heimsókn, gerum góð kaup, prófum nýju Rio Þyt flugulínuna og gleðjumst með öðrum veiðimönnum alla helgina í Veiðihorninu Síðumúla 8.

Opið laugardag og sunnudag 10 til 16.