Westin Escape Camera

Ný, byltingarkennd undiryfirborðsmyndavél er komin á markaðinn. Hér er á ferð lítil og nett, vatnsheld myndavél sem hönnuð er til þess að taka myndir undir yfirborði vatns.

Myndavélin sem er aðeins 40 grömm er fest við veiðilínu kaststangar og kastað út á vatn og / eða í hyl og dregin líkt og um spún sé að ræða. Ýmist er hægt að nota myndavélina til þess að kanna veiðistaði undir yfirborði en einnig er hægt að tengja framan á hana slóða eða taum og festa þar við spún eða beitu og filma tökurnar sjálfar sem geta verið ævintýralegar.

Westin Escape myndavélin var valin besta nýja varan í flokki rafmagnsbúnaðar risastórri veiðisýningu (ICAST) í Bandaríkjunum í haust. 

Við bíðum spennt að sjá allar undir yfirborðstökurnar á samfélagsmiðlum næsta sumar.

Mundu að við sendum allar netpantanir yfir 10.000 kr. frítt á næsta pósthús við þig.

Westin Escape Cam – Undiryfirborðsmyndavél