Við erum á fullu við að undirbúa vetrarverkin en fátt er betra en að nota veturinn til þess að hnýta ný leynivopn fyrir komandi veiðisumar.
Nýverið tókum við upp stóra sendingu frá verðlaunafyrirtækinu Semperfli í Bandaríkjunum.
Margar spennandi nýjungar komu upp úr kössunum en meðal þeirra helstu má nefna Mopster Chenille í Mop flugur, úrval lita og stærða af Tungsten kúlum á áður óþekktu verði, efni í Perdigon púpur, Boom Chenille í “predator” og “baitfish” flugur. Hér er á ferð meira úrval lita og gerða en áður hefur sést og verð sem er það sama og verð sem er það sama og í Englandi.
Við erum að koma öllu nýja Semperfli efninu fyrir í netverslun og fljótlega verða veggir Veiðihornsins komnir í vetrarbúning þar sem vandað fluguhnýtingaefni flæðir um allt.
Mundu að við sendum allar netpantanir yfir 10.000 kr. frítt á næsta pósthús við þig.