Jóladagatal fluguveiðimannsins er á leiðinni

Við endurtökum leikinn frá því í fyrra og hjálpum óþreyjufullum fluguveiðimönnum að stytta biðina til jóla með spennandi jóladagatali. Að þessu sinni er jóladagatalið með örlítið breyttu sniði því við vitum að sumir veiðimenn hafa bara áhuga á silungaflugum en aðrir vilja bara laxaflugur í sínu dagatali.

Já, jóladagatölin í ár verða tvö:
24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla.

Í ytri umbúðum jóladagatalsins eru 24 minni box, hvert merkt einum degi frá 1. til 24. desember.  Í hverju boxi er vönduð veiðifluga  sem á eftir að lokka margan fiskinn á nýju ári. Auk flugunnar er í boxinu nafn hennar og QR kóði sem leiðir eigandann á síðu með frekari upplýsingar og fróðleik um fluguna.

Shadow Flies er einn fremsti og áreiðanlegasti fluguframleiðandi heims og hefur séð íslenskum veiðimönnum fyrir vönduðum og vel hnýttum flugum árum saman.

Í dag hefjum við forsölu á jóladagatalinu í netverslun Veiðihornsins og mun afhending fara fram innan fárra daga. Nöfn allra þeirra sem kaupa jóladagatalið í forsölu í netverslun fara í pott. Dregið verður eitt nafn úr pottinum á aðfangadag og fær sá hinn heppni / sú hin heppna góða og vandaða jólagjöf frá Veiðihorninu. Hvað vilt þú fá í jólagjöf frá Veiðihorninu í ár?

Jóladagatölin eru boðin í forsölu í netverslun Veiðihornsins og er mjög takmarkað magn í boði. Eftir að forsölu lýkur verður dagatalið einnig fáanlegt í Síðumúla 8 seljist það ekki upp í forsölu (það seldist upp í forsölu í fyrra)  og þá á hærra verði sem auglýst verður síðar. Teljum niður til jóla með spennandi jóladagatölum og látum okkur hlakka til jólanna og næsta veiðitímabils.

24 silungaflugur til jóla og 24 laxaflugur til jóla. Tryggðu þér eintak strax í dag.

Á morgun verður það kannski of seint.

Jóladagatöl í forsölu í netverslun