Nýtir hverja stund til að hnýta flugur

Einbeittur í aftursætinu að hnýta á leið í sauðburð. Hilmar Þór Sigurjónsson notar hverja stund fyrir fluguhnýtingar. Hann viðurkennir að þetta hafi verið pínu erfitt en hann hnýtti fimm flugur á leiðinni. Ljósmynd/HÞS


Að vera með veiðidellu á loka­stigi er bæði gæfa og á stund­um kross að bera. Hann Hilm­ar Þór Sig­ur­jóns­son er svo sann­ar­lega heltek­inn af veiðibakt­erí­unni. Hann er, þrátt fyr­ir að vera bara tólf ára gam­all, orðinn liðtæk­ur flugu­hnýt­ari. Hann nýt­ir líka hverja stund sem gefst fyr­ir þá iðju.

Hilm­ar var í gær á leið í sauðburð. Hann ákvað að nota tím­ann sem ferðalagið tók og hnýtti flug­ur í aft­ur­sæt­inu á leiðinni. „Já. Ég hef oft hnýtt í bíln­um þegar við erum að veiða en nú fannst mér bara fínt að nota tím­ann á leiðinni,“ sagði Hilm­ar Þór í sam­tali við Sporðaköst.

Veitt á Kára­stöðum í vor í Þing­valla­vatni. Þar missti Hilm­ar stærsta fisk sem hann hef­ur sett í.

Ljós­mynd/​JSÞ

„Það var pínu hrist­ing­ur og þetta var smá erfitt en ég náði að hnýta fimm flug­ur á leiðinni. Ef ég er í veiðitúr þá tek ég alltaf græj­urn­ar með og hnýti í pás­un­um. En þetta gekk al­veg allt í lagi. Ég hnýtti ská­skor­inn Skugga og fleiri.“

Hilm­ar hef­ur farið tölu­vert mikið að veiða í vor en hefði al­veg viljað fara oft­ar. Hann er bú­inn að fara í Fos­sál­ana, og tvisvar á Kár­astaði í Þing­valla­vatni. Heppn­in hef­ur ekki al­veg verið hon­um í vor. Fos­sál­ar voru í mikl­um vexti þegar hann var þar og hann missti fjóra fiska en missti þá alla.

Sömu sögu er að segja af Varmá þegar hann Mar­os Zat­ko bauð hon­um með í veiði þangað. „Við lent­um bara í al­gjöru kakói,“ sagði Hilm­ar. Hann seg­ist bú­inn að missa allt of mikið í vor.

Hilm­ar Þór með flotta bleikja úr Köldu­kvísl sem hann veiddi í fyrra.

Ljós­mynd/​HÞS

„Það var pínu hrist­ing­ur og þetta var smá erfitt en ég náði að hnýta fimm flug­ur á leiðinni. Ef ég er í veiðitúr þá tek ég alltaf græj­urn­ar með og hnýti í pás­un­um. En þetta gekk al­veg allt í lagi. Ég hnýtti ská­skor­inn Skugga og fleiri.“

Hilm­ar hef­ur farið tölu­vert mikið að veiða í vor en hefði al­veg viljað fara oft­ar. Hann er bú­inn að fara í Fos­sál­ana, og tvisvar á Kár­astaði í Þing­valla­vatni. Heppn­in hef­ur ekki al­veg verið hon­um í vor. Fos­sál­ar voru í mikl­um vexti þegar hann var þar og hann missti fjóra fiska en missti þá alla.

Sömu sögu er að segja af Varmá þegar hann Mar­os Zat­ko bauð hon­um með í veiði þangað. „Við lent­um bara í al­gjöru kakói,“ sagði Hilm­ar. Hann seg­ist bú­inn að missa allt of mikið í vor.

Á Kára­stöðum lenti hann í æv­in­týri með Jakobi Sindra. „Ég missti risa stór­an fisk á Kára­stöðum. Jakob Sindri hélt að þetta væri fisk­ur sem hefði verið hundrað sentí­metr­ar. Ég var ekki mjög lengi með hann en þetta var bara, niður, niður og rosa þungt. Svo missti ég þrjá aðra en þeir voru bara svona venju­leg­ir,“ sagði Hilm­ar Þór.

Framund­an er svo ferð í Vill­inga­vatn eft­ir nokkra daga og er hann mjög spennt­ur yfir þeirri ferð. 

Ertu al­veg að drep­ast úr veiðidellu?

„Já. Mig lang­ar að fara að veiða alla daga. Annað hvort er ég að veiða eða að hnýta flug­ur. Alla daga.“

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is