„Söngur eilífðarinnar í fluguveiði“

Í til­efni af 150 ára af­mæli Har­dy vörumerk­is­ins var boðið upp á kök­ur og kræs­ing­ar í Veiðihorn­inu í Síðumúla. Þar var meðal ann­ars farið yfir sögu þessa horn­steins veiðimennsk­unn­ar á Bret­lands­eyj­um. Þor­steinn Joð tók að sér að gera stutt­mynd þar sem tiplað er á þess­ari sögu. Við frum­sýn­um hér mynd­ina en báðum Þor­stein Joð að lýsa aðeins inni­hald­inu.

„Har­dy vörumerkið er auðvitað ein­hvers kon­ar skjalda­merki flugu­veiðinn­ar, 150 ára saga hvorki meira né minna. Það var gam­an að heyra um sögu og þróun Har­dy í spjalli við tvo sér­fræðinga, Ólaf Vig­fús­son í Veiðihorn­inu og Christen Stenild frá Har­dy í Dan­mörku. Mér fannst sér­stak­lega áhuga­verð grein sem Ólaf­ur sýndi mér, Veiðar á Íslandi, eft­ir Al­bert Erl­ings­son sem var umboðsmaður Har­dy á Íslandi um miðjan síðustu öld. Það seg­ir sína sögu um hvers­kon­ar áfangastaður og flugu­veiðip­ara­dís Ísland hef­ur verið á þeim tíma fyr­ir veiðimenn, þótt sögu­legu stór­löx­un­um hafi held­ur fækkað. Það vek­ur mig til um­hugs­un­ar um þá ábyrgð sem við ber­um á þeirri auðlind sem lax og sil­ungsveiði er á Íslandi í dag.

Christen lýsti sömu­leiðis á áhuga­verðan hátt hvernig Har­dy er komið upp úr öldu­dal sem fyr­ir­tækið var í, hvernig það hef­ur þróað nýj­ar og spenn­andi stang­ir og hjól, sam­hliða því að fram­leiða áfram klass­ík­ina. Svo var auðvitað ekki annað hægt en að spyrja Christen um Har­dy sándið í flugu­hjól­un­um, sem er al­veg ein­stak­lega fal­legt, söng­ur ei­lífðar­inn­ar í flugu­veiði.“

Svo mörg voru þau orð frá sögu­smiðnum. En sjón er sögu rík­ari.

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is