Veiðimenn telja vetrarhörkur jákvæðar

Gæti orðið ár Suðurlands, segir Ásgeir. Þessi 97 sentímetra hængur veiddist í Vatnsá. Ljósmynd/Ásgeir Arnar


Hörku vet­ur eins og hef­ur verið á land­inu síðasta mánuð leggst vel í veiðimenn. Bæði eyk­ur það lík­ur á góðum vatns­bú­skap á nýju veiðisumri og lagðar ár veita meira skjól fyr­ir seiði. Við höld­um áfram með vænt­ing­ar og von­ir veiðimanna fyr­ir kom­andi sum­ar. Sum­ir jafn­vel setja sig í völvu stell­ing­ar og er það áhuga­vert.

 

Gæti orðið ár Suður­lands

Ásgeir Arn­ar Ásmunds­son leigutaki Skógár og um­sjón­ar­maður með Vatnsá og Heiðar­vatni ríður á vaðið.

„Árið 2023 gæti orðið ár sunn­lenskra svæða ogSV hlut­inn verður einnig góður. Það sem styður þetta helst er hve kalt var síðasta sum­ar um land allt og mögu­lega skiluðu sér ekki öll seiði til sjáv­ar sem í venju­legu ári hefðu farið til sjáv­ar. Norður og Aust­ur­landið er því eitt stórt spurn­inga­merki en að sama skapi held ég að árn­ar á Suður­landi sýni mik­il bata­merki í stór­lax­in­um. Sogið, Stóra – laxá, Rangárn­ar og sér­stak­lega eystri ásamt ein­hverj­um minni ám verða öfl­ug­ar í byrj­un með vel hald­inn stór­lax. Síðan kem­ur smá bið eft­ir smá­lax­in­um en hann gæti orðið yfir meðaltali í fjölda þó meðalþyngd­in gæti orðið und­ir. Oft hef­ur verið talað um fylgni með Bretlandi og okk­ur og jú það fer að opna þar þannig að við get­um farið að láta okk­ur hlakka til, stytt­ist í fyrstu raun­töl­ur þar og þá ná­kvæm­ari spár.“

Ólaf­ur Vig­fús­son er bjart­sýnn fyr­ir næsta sumri, eins og alltaf. Hér er hann með Gi­ant Trevally sem hann nefndi Scarface enda greini­lega lent í ýmsu. Ljós­mynd/​Veiðihornið

Frostið veit á gott

Næst­ur er það Ólaf­ur Vig­fús­son í Veiðihorn­inu. Hann tal­ar um fisk­ana fimm. 

Bleikj­an

Nán­ast hrun hef­ur orðið í veiði bæði á staðbund­inni bleikju og sjó­geng­inni síðustu árin.  Lík­lega má skýra það með hlýn­un síðustu árin.  Ég er ekki bjart­sýnn á að sjá viðsnún­ing á næsta tíma­bili og stilli því vænt­ing­um í hóf.

En ef marka má breytt veðurfar líkt og við sáum síðasta sum­ar og þenn­an vet­ur erum við e.t.v. á leið inn í kulda­skeið.  Gangi það eft­ir mun bleikj­an snúa til baka. Það ætla ég að vona því fátt er skemmti­legra en að lenda í góðri bleikju­veiði. 

Urriðinn

Ég hef góða til­finn­ingu fyr­ir staðbundn­um urriða, einkan­lega á há­lend­inu og í Laxá fyr­ir norðan.  Ef til vill þurf­um við þó að halda vænt­ing­um í hófi þegar kem­ur að Þing­valla­vatni þar sem stóra fiskn­um fræga virðist vera að fækka tíma­bundið en ég kaupi skýr­ing­ar þeirra sem best þekkja til, að við séum að sjá ein­hvers­kon­ar kyn­slóðaskipti þar.

Sjó­birt­ing­ur­inn

Ég á von á því að sjó­birt­ingsveiði muni batna enn.  Mín skoðun er sú að veiða/​sleppa fyr­ir­komu­lagið skili sér í auk­inni veiði og stærri fisk­um þegar kem­ur að sjó­birt­ingi en skili af­skap­lega litlu eitt og sér í laxveiði.

Breytt­ar veiðivenj­ur síðustu ára munu því skila betri sjó­birt­ingsveiði næsta vor og haust og það er sann­ar­lega til­hlökk­un­ar­efni því fátt jafn­ast á við stór­feng­leg­ar sjó­birt­ing­stök­ur. 

Atlants­hafslax­inn

Nú frysti dug­lega um allt land vel fyr­ir jól sem er gott því fros­in jörð geym­ir vatn sem von­andi end­ist langt fram eft­ir sumri hvort sem rign­ir eður ei.  Við ætt­um því að minnsta kosti að fá gott vatn í árn­ar sum­arið 2023.  Ég hef mjög góða til­finn­ingu fyr­ir laxveiðinni 2023.  En þess má geta að ég hef haft góða til­finn­ingu fyr­ir „næsta sumri“ í 40 ár.  Ég hef ekk­ert fyr­ir mér í þessu frek­ar en nokk­ur ann­ar. Er bara með von­ina og bjart­sýn­ina í fartesk­inu.  Það er svo margt sem við get­um gert og ger­um í ánum sjálf­um, það er svo margt sem við vit­um um árn­ar og lífs­fer­il lax­ins þar en stóri þátt­ur­inn, hafið geym­ir svo marg­ar breyt­ur sem eru okk­ur ókunn­ar. Næsta sum­ar verður gott. 

Kyrra­hafslax­inn

Odda­tölu­árið mun skila dúndr­andi veiði á þess­um ný­búa ef að lík­um læt­ur þó það gleðji  fæsta veiðimenn. Ég held við séum of van­mátt­ug til að snúa þess­ari þróun við og því mun­um við sjá meira af hnúðlaxi í ánum næstu árin. Við skul­um vera und­ir það búin og gera gott úr því.

Að þessu sögðu verður næsta sum­ar býsna gott eins og „næstu sum­ur“  hafa verið svo lengi sem elstu menn muna. Sum­arið kem­ur þrátt fyr­ir allt og við för­um öll á veiðislóð inn­an fárra vikna.

Njót­um þeirra for­rétt­inda sem við höf­um: Að geta verið í góðum fé­lags­skap okk­ar bestu vina úti í óspilltri ís­lenskri nátt­úru og veiða.

Gleðilegt og feng­sælt nýtt veiðiár vin­ir.

Al­ex­and­er á sín­um eft­ir­læt­is veiðislóðum, í Eld­vatni. Þessi birt­ing­ur er veidd­ur í Eyj­arofi. Þrátt fyr­ir erfitt sum­ar 2022 er Al­ex­and­er bjart­sýnn fyr­ir nýju veiðitíma­bili. Ljós­mynd/​AS

Mun sprengja all­ar töl­ur

Al­ex­and­er Stef­áns­son er einn af þess­um veiðimönn­um sem er með ólækn­andi veiðiþrá. Hann veiðir mikið í Eld­vatni og er á svipuðum nót­um og flest­ir veiðimenn á þess­um árs­tíma.

„Árið sem leið var ekki að gera sig fyr­ir mig í veiðinni, hvorki í laxi né sjó­birt­ingi. Þrátt fyr­ir von­leysið sem ríkti í síðustu veiðiferð sem átti það sam­eig­in­legt með hinum ferðunum að gefa nán­ast eng­an fisk þá er ég orðinn full­ur bjart­sýn­ar um að næsta ár verði árið sem spreng­ir all­ar töl­ur.

Ég er sann­færður um að all­ur þessi snjór sem er kom­inn, sér­stak­lega á Suður­landi muni hjálpa til við gott magn af vatni í ám. Það var klár­lega það sem vantaði í minni upp­á­halds á, Eld­vatn­inu en það var lít­ill snjór í fyrra á því svæði og rigndi lítið allt árið. Það virt­ist ekki vanta Sjó­birt­ing­inn í ána sem þýðir að mikið vatn mun klár­lega hjálpa til við góða veiði. Varðandi heimt­ur á laxi þá hef ég ekki kunn­áttu í að spá fyr­ir um slíkt en eins og alltaf hjá mér þá er bjart­sýn­in í botni þegar fyrstu töl­ur koma í hús, sama hversu góðar eða slæm­ar þær eru.“

Kristján Páll Rafns­son leigutaki og veiðimaður með fal­leg­an birt­ing sem veidd­ist í Tungufljóti.
Ljós­mynd/​Aðsend

Þeir verða stór­ir í vor

Við erum áfram á Suður­landi. Kristján Páll Rafns­son rek­ur Fish Partner sem leig­ir orðið mörg sjó­birt­ings­svæði. 

„Ég hef mikla trú á að sjó­birt­ingsveiðin eigi eft­ir að verða skemmti­leg fyr­ir aust­an í vor. Mikl­ir og stór­ir fisk­ar liggja nú í vetr­ar­dvala í ánum og verður spenn­andi að sjá hversu stóra fiska menn eiga eft­ir að slíta upp í vor.

Svo er það urriðinn í þing­valla­vatni á sama tíma, menn hafa verið með ýms­ar get­gát­ur um stofn­inn und­an­farið. Ég er mjög spennt­ur að sjá hvernig það fer og hef fulla trú á að það verði marg­ir höfðingj­ar í yf­ir­stærðarflokki sem komi á land.
Í fram­hald­inu verður spenn­andi að sjá hvernig bleikju­veiðin í vatn­inu verður en veiðin í sunn­an­verðu vatn­inu var með besta móti í sum­ar en aft­ur á móti var veiðin í norðan­verðu vatn­inu lé­leg. Það er ann­ar stofn þar sem er kuðunga­bleikja en síla­bleikj­an er ráðandi að sunn­an­verðu.

Ég ætla ekki að spá lengra fram í tím­ann.“

Ólaf­ur Tóm­as Guðbjarts­son ætl­ar að reima á sig göngu­skóna fyr­ir kom­andi veiðitíma­bil og grjót­halda kjafti. Ljós­mynd/​Aðsend

Göngu­skórn­ir tekn­ir fram

Óli urriði eða Ólaf­ur Tóm­as Guðbjarts­son sér næsta tíma­bil svona:

„Fíl­ing­ur­inn fyr­ir tíma­bil­inu 2023 er góður. Hann er það reynd­ar alltaf fyr­ir öll tíma­bil, ver­andi sil­ungsveiðimaður. Von­andi að vorið verði bara gott og sum­arið standi veðurfars­lega leng­ur yfir en í 4 – 5 daga. Gjald­eyr­is­dýrk­un­in verður þó lík­lega til þess að ég þurfi að reima enn fast­ar á mig göngu­skó og leita að nýj­um svæðum sem ekki er enn búið að markaðssetja fyr­ir út­lend­ing­inn. Þeim fer fækk­andi, en þá er bara að leita lengra og grjót­halda síðan kjafti um þau, eins og gert var í gamla daga. En árið 2023 verður frá­bært.“

Eggert Skúlason

Sporðaköst – Fylgstu með lifandi veiðiumfjöllun.
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta á mbl.is