Færslur eftir flokki: Sporðaköst stangveiði

Einn sá stærsti úr Norðurá á öldinni

Einn stærsti lax sem veiðst hef­ur í Norðurá á þess­ari öld kom á land í morg­un. Þar var að verki Ein­ar Sig­fús­son sem sá um rekst­ur Norðurár um nokk­urt skeið, þar til í fyrra að hann taldi nóg komið. Lax­inn veidd­ist mjög neðarlega í ánni í svo kölluðum Neðsta streng sem er neðan við sum­ar­húsa­byggðina í Munaðarnesi.

„Söngur eilífðarinnar í fluguveiði“

Í til­efni af 150 ára af­mæli Har­dy vörumerk­is­ins var boðið upp á kök­ur og kræs­ing­ar í Veiðihorn­inu í Síðumúla. Þar var meðal ann­ars farið yfir sögu þessa horn­steins veiðimennsk­unn­ar á Bret­lands­eyj­um. Þor­steinn Joð tók að sér að gera stutt­mynd þar sem tiplað er á þess­ari sögu. Við frum­sýn­um hér mynd­ina en báðum Þor­stein Joð að lýsa aðeins inni­hald­inu.

Nýtir hverja stund til að hnýta flugur

Að vera með veiðidellu á loka­stigi er bæði gæfa og á stund­um kross að bera. Hann Hilm­ar Þór Sig­ur­jóns­son er svo sann­ar­lega heltek­inn af veiðibakt­erí­unni. Hann er, þrátt fyr­ir að vera bara tólf ára gam­all, orðinn liðtæk­ur flugu­hnýt­ari. Hann nýt­ir líka hverja stund sem gefst fyr­ir þá iðju.

Hversu stórir verða stærstu birtingarnir?

Stærsti sjó­birt­ing­ur sem veiðst hef­ur í vor, kom á land fyr­ir nokkr­um dög­um síðan í Eld­vatni í Meðallandi. Fisk­ur­inn mæld­ist 99 sentí­metr­ar. Veiðimaður­inn sem fékk hann hef­ur veitt árum sam­an í Eld­vatn­inu og var stadd­ur í veiðistaðnum Villa. Sím­inn var orðinn batte­rís­lít­ill þegar hann kom í Vill­ann. Hann ákvað að setja sím­ann í hleðslu í bíln­um áður en hann óð út á veiðistaðinn. Eng­ar mynd­ir eru því til að þess­um met fiski.