Færslur eftir merki: Tungulækur

Hversu stórir verða stærstu birtingarnir?

Stærsti sjó­birt­ing­ur sem veiðst hef­ur í vor, kom á land fyr­ir nokkr­um dög­um síðan í Eld­vatni í Meðallandi. Fisk­ur­inn mæld­ist 99 sentí­metr­ar. Veiðimaður­inn sem fékk hann hef­ur veitt árum sam­an í Eld­vatn­inu og var stadd­ur í veiðistaðnum Villa. Sím­inn var orðinn batte­rís­lít­ill þegar hann kom í Vill­ann. Hann ákvað að setja sím­ann í hleðslu í bíln­um áður en hann óð út á veiðistaðinn. Eng­ar mynd­ir eru því til að þess­um met fiski.