Flæðarmús Appelsínugul

495 kr.

Flæðarmús Appelsínugul

Flæðarmús er af mörgum talin ein albesta straumflugan í sjóbirting.  Sigurður Pálsson málari hannaði fjölmargar góðar flugur ekki síst til að lokka birtinginn í Skaftafellssýslum.

Flæðarmúsin hans Sigga Pálss kom fyrst fram á sjónarsviðið rauð, síðar svört og loks appelsínugul eða sú sem er í jóladagatalinu þínu í dag.


En hvað er Flæðarmús?
Flæðarmús er hvort tveggja burstaormur og fyrirbæri úr þjóðsögum.

Neðangreint er tekið af Vísindavefnum.
Flæðarmús (Aphrodite aculeata) er sjávarhryggleysingi sem tilheyrir hópi burstaorma (polychaeta) og ættinni Aphroditidae. Hún er alsett grábrúnum burstum (chaeta)
á baki og á hliðunum vaxa fíngerðir og þéttir blágrænir burstar sem minna á feld. Að þessu leyti er hún ólík öðrum burstaormum og vöxtur hennar minnir lítt á orma.

Öðru hvoru rekast menn á flæðarmúsina á háfjöru, oftast í sendnum fjörum. Hún lifir á grunnsævi en hefur þó fundist á allt að 1000 metra
dýpi. Flæðarmýsnar verða um 15-20 cm langar og mesta breidd þeirra er um 5 cm.

Flæðarmýs eru einnig kunnar úr íslenskri þjóðtrú sem kynjamýs er draga eiganda sínum peninga úr sjó. Best þótti að geyma slíkar mýs í hveiti.
Orðið flæðarmús er einnig notað um menn sem þekkja lítt til sjóferða, en þeir nefnast einnig landkrabbar.


Og þennan texta má lesa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar

Það er sagt að hún finnist við sjó og verði að taka hana og geyma í hveiti og stela undir hana silfurpening, og er sagt að hún eigi að draga undir sig úr sjó annan eins pening og undir hana er látinn með hvörju sjávarfalli ef so þétt er undan henni tekið, en passa þó það að taka ekki þann skildinginn sem fyrst er undir hana stolið; á honum segir sagan að hún verði alltaf að liggja. Einnig segir sagan að verði að þvo hana úr messuvíni daglega.

Hafandi þekkt Sigga Páls heitinn, þann mikla húmorista trúi ég honum frekar til að hafa fengið nafngiftina úr þjóðsögunum. (Óli í Veiðihorninu).

Hér er uppskkriftin að Rauðri flæðarmús, þeirri upprunalegu.  Það þarf ekki annað en að breyta rauðu í appelsínugult viljir þú hnýta þá útgáfu.

Krókur – Ahrex NS110
Tvinni – Semperfli Waxed Thread 6/0
Stél – Hár úr blálituðu íkornaskotti
Loðkragi – Svartlituð strútsfjaðrarfön
Vöf – Ávalt UNI gull tinsel
Búkur – Helmingur silfrað Chenille og helmingur rauð ull
Skegg – Nokkrir þræðir af silfruðu flashabou og hvítlituð hár af hjartardindli
Vængur – Rauðlituð hjartarhalahár, 2 rauðlitaðar hanahálsfjaðrir og tvær grábekkjóttar hanahálsfjaðrir
Haus – Svartur með ámáluðum rauðum augum með gulum augasteinum.

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kort eða Aukakrónur Kort eða Aukakrónur
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies