Galdralöpp

295 kr.

Galdralöpp

Galdralöpp er sérlega veiðin þurrfluga, hönnuð af Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni.

Það má segja um Galdralöpp að hún sér þurrfluga fyrir byrjendur því hún bæði flýtur vel og sést vel.

Galdralöpp eða Galdraflugan er nokkuð
útbreidd um landið norðan- og vestanvert. Flugan er stærst þriggja
flugna af hármýsætt sem finnast á Íslandi. Lengd hennar er um 1 sm. og
vænglengd rétt þar um bil sú sama. Hinar tvær flugurnar af hármýsætt sem
finnast á Íslandi eru; Þerrifluga (Þerrilöpp) og Sóttarfluga
(Sóttarlöpp) sem eru öllu minni og útbreiddari sunnanlands og austan.
Veiðimenn taka oft feil á þessum tegundum, enda mjög áþekkar.

Galdraflugan er auðþekkt af rauðum
fótunum sem hanga niður af henni á flugi og hefur útlit hennar skotið
mörgum ungliðanum skelk í bringu þó hún sé í raun meinlítil mönnum þá
mánuði sumars sem hún er á ferli, þ.e. frá júní og fram í september.
Lirfur flugunnar finnast ekki í vötnum eins og t.d. rykmýs eða bitmýs.
Þess í stað lifa þær í rökum jarðvegi, jafnvel innan um rotnandi
jurtaleifar og oft þá í töluverðu magni á afmörkuðu svæði.
(Heimild – fos.is)

Hér að neðan hnýtir Eiður Kristjánsson Galdralöpp.

Clear

Shadow Flies