Á vefsíðu American Museum of Fly Fishing má lesa þetta um Carrie – Smelltu hér.
Gray Ghost
495 kr.
Gray Ghost
Þó Gray Ghost sé minna þekkt en Black Ghost er hún ekki síðri. Straumfluga sem veiðir vel urriða, sjóbleikju og lax.
Gray Ghost er hönnuð fyrir um 100 árum af þekktri Bandarískri veiðikonu Carrie Gertrude Stevens (1882 – 1970) en Carrie hannaði fjölmargar fallegar og veiðnar straumflugur fyrir Brook Trout og lax.
Viljir þú hnýta þessa mögnuðu flugu er hér uppskrift sem má styðjast við:
Öngull – AHREX NS110
Tvinni – Svartur Classic Waxed Thread eða Nano Silk frá Semperfli
Broddur – Flatt UNI silfur
Vöf – Flatt UNI silfur
Búkur – Appelsínugult UNI flos
Skegg – Nokkrar fanir úr páfuglsfjöður, hvítlituð hár úr hjartardindli og fanir úr hausfjöður af gullfasana
Vængur – Fanir úr hausfjöður af gullfasana og 4 grálitaðar hanasöðulbakfjaðrir
Síður – Búkfjaðrir af silfurfasana
Kinnar – Fjaðrir af frumskógarhana
Haus – Svartur.
Gray Ghost er ekki sérlega auðveld í hnýtingu en þegar vel tekst til er þetta afburða fluga.
Góða skemmtun á bakkanum.