Green Body Cut Face
650 kr.
Green Body Cut Face
Pinnar eða pinnatúpur eru þær stundum kallaðar, þessar litlu og léttklæddu túpur, hnýttar á grönn rör. Þær komu fram á sjónarsviðið fyrir fáeinum árum og hafa margsannað sig.
Fluga dagsins er ein af pinnaflugunum, hnýtt á grannt rör. Það sem meira er er rörið skáskorið en margir trúa því að skáskorin rör veiði betur. Þegar talað er um skáskorið rör / skáskorna túpu er átt við að framendi rörsins / túpunnar er skorið um 45 gráður. En það er ekki allt búið hér því flugan er sett saman úr tveimur litum sem gera flugur afar veiðnar. Grænt og svart en allir fluguveiðimenn vita hve skæð Green Butt flugan er svo einhver sé nefnd í grænum og svörtum lit.
Hér eru sem sagt komin þrjú skæð element í einni flugu: léttklætt, þunnt skáskorið rör í grænu og svörtu.
Þetta einfaldlega getur ekki klikkað. Það er ekki hægt að segja að það sé einhver einn hönnuður að baki þessarar flugu.
Við hjá Veiðihorninu báðum vini okkar hjá Shadow Flies um að framleiða fluguna fyrir okkur og hún ásamt nokkrum öðrum úr þessari seríu hafa sannarlega veitt vel.
Góða skemmtun á bakkanum í sumar.



