Green Butt Longtail

650 kr.

Green Butt Longtail

Hönnuður: John Leyden

Green Butt er ein af betri laxaflugum.  Flugan er hnýtt í ýmsum útgáfum; oft á silfurlitaða örkróka en einnig á hefðbundnar tví- og þríkrækjur ýmist með stuttu stéli eða í „longtail“ útgáfu eins og hér, með löngu stéli.

Green Butt hnýtt með löngu stéli á svarta þríkrækju í stærðum 12 eða 14 eins og hér er oft algjörlega ómótstæðileg.

Taktu með þér Green Butt í nokkrum útfærslum í næstu veiðiferð.  Gæti reddað túrnum!

Hér er uppskrift sem styðjast má við:

Green Butt Longtail
Krókur – Ahrex HR490B (svartur), HR490S (silfur), HR490G (gull).
Tvinni – Svartur UNI 8/0.
Stél – Fínleg hár af svartlituðum hjartardindli ásamt nokkrum Krystalflash þráðum.
Broddur – Ávalt UNI silfurtinsel og flúrgrænt Globrite.
Vöf – Ávalt UNI silfurtinsel.
Búkur – Svart UNI flos.
Skegg – Fanir af svartlitaðri hanafjöður.
Vængur – Hár úr svartlituðu íkornaskotti.
Haus – Svartur.

Clear

Shadow Flies