Hnýtum sjálf – Krókurinn
3.995 kr.
Hnýtum sjálf – Krókurinn
Veiðihornið kynnir skemmtilega nýjung. 6 flugupakkar munu birtast,
einn í viku út apríl. Fyrsti pakkinn birtist 20. mars og sá næsti þann
28. og svo koll af kolli, 4., 11., 16. og 23 apríl.
Í hverjum
pakka er fyrirmyndarfluga ásamt efni í 15 samskonar flugur ásamt
upplýsingum um fluguna og QR kóði sem færir eigandanum stuttmynd með
leiðbeiningum um hvernig hnýta skuli fluguna.
Heiti fjórða pakkans er Hnýtum sjálf Krókinn. Pakkinn inniheldur einn Krók, hnýttan á púpukrók , ásamt Daiichi 2220 krókum í þremur stærðum, Semperfli
8/0 hnýtingaþræði og efni til að hnýta 15 Króka.
Pakkarnir eru ætlaðir byrjendum í fluguhnýtingum en einnig þeim sem vilja hnýta og veiða á sínar eigin flugur.
Þetta er seinni púpan sem við hnýtum í þessari seríu. Krókurinn eftir Gylfa Kristjánsson er margsönnuð aflafluga jafnt í urriða sem bleikju.
Allt
efni í þrjár stærðir; 6, 8 og 10 er í pakkanum utan lakks en við mælum
með glæru Veniard Cellire fluguhnýtingalakki.
Oft
eru hvít og svört augu máluð á svartan haus flugunnar en í pakkanum
koma tilbúin augu sem eru límd á hausinn og síðan lakkað yfir með glæru
Veniard lakki.
QR kóði fylgir í pakkanum sem tengir við stuttmynd með leiðbeiningum um hvernig Krókurinn er hnýttur
Hér er því á ferð frábær pakki fyrir alla sem vilja kynnast fluguhnýtingum og læra að hnýta.
Kunnur sænskur fluguhnýtari, Niklas Dahlin hnýtir. María Anna Clausen les.
Enskur texti fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Föstudaginn 11. apríl hnýtum við Rektorinn eða öllu heldur tilbrigði við Rektor sem reynst hefur alveg frábærlega. Rektorinn gerði Kolbeinn Grímsson sérstaklega fyrir urriðann í Laxá í Mývatnssveit. Áratugum saman hefur Rektor verið einhver skæðasta urriðastraumfluga landsins.
Við erum fullviss um að þú farir létt með Rektor eftir að hafa hnýtt Peacock, Heimasætu, Collie Dog og Krókinn.