Jólaflugan 2025 – Lax

995 kr.

Jólaflugan 2025

Hér er hann kominn, jólasveinninn.  Við kusum að kalla hann Flugusníki.

Við erum ekki sannfærð en það má reyna þessa gerðarlegu þurrflugu í sumar.  Ef einhver gerir það erum við til í að fá mynd.

En það má líka bara geyma Flugusníki með Snæfinni og jólatréinu sem eru jólaflugur síðustu ára.

Við vonum að þú hafir haft gaman að jóladagatalinu þínu í desember, kynnst nýjum flugum og jafnvel lært eitthvað.
Við höfum haft gaman að þessu í desember og erum strax farin að hugsa um
jóladagatalið 2026.  Ef þú átt flugu sem þig langar til að deila í
jóladagatali næsta árs máttu endilega vera í sambandi við okkur í
Veiðihorninu, Síðumúla 8.

Starfsfólk Veiðihornsins sendir þér sínar bestu óskir um gleðilega hátíð.
Megi nýtt ár færa þér hamingju, heilsu og fallega veiði.

ps. 
Nöfn allra sem keyptu jóladagatölin okkar í forsölu lentu í potti.  Við
drógum eitt nafn úr pottinum í gær og ætlum að gefa þeim heppna /
þeirri heppnu splunkunýja flugustöng frá Sage, stöng sem kemur á
markaðinn í janúar eða febrúar og við megum ekki segja meira frá nú. 
Stöngin er samt komin í hús og við hringdum í dag í hina heppnu Völu Rut og létum hana vita af því að hún mætti kíkja á okkur og
skoða stöngina en hún fengi hana samt ekki afhenta fyrr en SAGE í USA
tilkynnti um komu hennar á markaðinn sem verður nú í byrjun árs. 
Vala var að vonum hæstánægð, sagðist ekki veiða sjálf en maðurinn hennar fengi stöngina. 
Hamingjuóskir til ykkar Vala Rut og veiðimaðurinn hennar.  Við vonum að það verði allt í keng í sumar.
Verið velkomin til okkar í Síðumúlann 🙂

Clear

Greiðsluleiðir í boði:

  • Kortagreiðsla - Færsluhirðing Landsbankans
  • Netgíró Netgíró
  • Síminn Pay Léttkaup Síminn Pay Léttkaup
  • Veiðihornið netgjafabréf Veiðihornið netgjafabréf
  • Aur appið Aur appið
Shadow Flies